Skíða og útsýnisferðir á Múlakollu og Hólkotshyrnu
Þeir Þórður Gumundsson og Elís Hólm Þórðarson hafa sótt um leifi til fólksflutninga á Múlakolu og Hólkotshyrnu. Tilgangurinn er að setja af stað skíða og útsýisferðir með sérútbúnum snjótroðara.
Mikil uppbygging hefur verið í ferðþjónustu í Fjallabyggð frá opnun Héðinsfjarðarganga og er framtak þeirra Þórðar og Elísar góð viðbót við þá flóru afþreyinga sem í boði er á svæðinu. Er þetta góður kostur fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga á fjöllin á fjallaskíðum, þá er þetta einnig mun ódýrari kostur en að ferðast með þyrlu og gefur þannig fleiri áhugasömum skíðamönnum færi á að skíða utan almennra skíðasvæða.
Erindi Þórðar og Elísar var tekið fyrir á fundi Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar þann 17. mars en bæjarráð vísaði erindinu til umfjöllunar í nefndinni.
Athugasemdir