Skíðasvæðið í Skarðsdal. Myndband

Skíðasvæðið í Skarðsdal. Myndband Í dag verður opið frá kl 10-16. Veðrið kl 08:00 S-gola, 5 stiga hiti, léttskýjað og sólin að brjótast í gegn. Færið er

Fréttir

Skíðasvæðið í Skarðsdal. Myndband

Í dag verður opið frá kl 10-16. Veðrið kl 08:00 S-gola, 5 stiga hiti, léttskýjað og sólin að brjótast í gegn.

Færið er troðinn vorsnjór. Tróðum Neðstasvæðið og Hálslyftubakka í gærkveldi, annað er troðið nú í morgun. Það mun verða mjúkt færi í dag, en ágætis færi fyrir utanbrautarskíðun.

Skarðsdalurinn er búinn að vera aldeilis flottur síðustu 12 daga logn, sól og snjór í mörgum metrum. Utanbrautar- færi eins og það gerist bezt. Fallið frá efstu brekkum og niður að skála er 500 metrar.

Páskarnir eru að koma og þá að sjálfsögðu kemur þú skíðagestur góður á Sigló í fegurðina.

Hér er videó sem tekið var upp í Skarðsdalnum síðustu helgi. Myndataka og myndvinnsla Gunnlaugur S. Guðleifsson.

Skíðafjör 1 from Gunnlaugur Guðleifsson on Vimeo.



Velkomin í Skarðsdalinn
Starfsmenn


Athugasemdir

26.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst