Spánarferđ hjá nemendum viđ Menntaskólann á Tröllaskaga

Spánarferđ hjá nemendum viđ Menntaskólann á Tröllaskaga Sex nemendur frá Menntaskólanum á Tröllaskaga ţau Anna Lára Ólafsdóttir, Arndís Lilja Jónsdóttir,

Fréttir

Spánarferđ hjá nemendum viđ Menntaskólann á Tröllaskaga

Allur hópurinn saman
Allur hópurinn saman

Sex nemendur frá Menntaskólanum á Tröllaskaga þau Anna Lára Ólafsdóttir, Arndís Lilja Jónsdóttir, Helga Eir Sigurðardóttir, Ingibjörg Ellen Davíðsdóttir, Magnús Andrésson og Þórhildur Sölvadóttir sem stunda nám við áfangan Comeníus/Vatn og líf héldu til Spánar þann 9. mars sl. Ásamt kennara sínum Ingu Eiríksdóttir.

Comeníus er alþjóðlegt verkefni sem skólinn tekur þátt í ásamt samstarfsfólki frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. Comeníusarverkefnið snýst um vatn, nýtingu vatns, skort á vatni og fleira sem tengist þessari undirstöðu lífs á jörðinni. Unnið er að fjölþjóðlegu dagatali sem á að innihalda myndir af vatni frá öllum löndunum sem teknar eru af nemundum.

Hópurinn dvaldi á Castellón á Spáni frá mánudegi til föstudags, dagskráin var þétt og meðal annars var fræðsla um nýtingu vatns á Spáni, skoðað kirkju og myllu, labbað upp Fadrí turninn, heimsótt bæjarstjórnina, farið til Valencia og hitt forseta samfélagsins, skoðað kastalann í Peniscola og síðast en ekki síst kynnst menningunni á Spáni því nemendurnir dvöldu inná heimilum spænsku nemandanna á meðan á heimsókninni stóð.

Í september sl. Komu nemendur frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi í heimsókn í MTR og unnu að þessu sama verkefni. Næsta ferð tengd verkefninu er áætluð í maí og þá verður haldið til Þýskalands.

HSA_2014.03.19_SPANARFERDIngibjörg, Helga Eir og Arndís Lilja í skólanum.HSA_2014.03.19_SPANARFERDÍ heimsókn hjá bæjarstjórninni.HSA_2014.03.19_SPANARFERDKennarar og nemendur ásamt bæjarstjórn.HSA_2014.03.19_SPANARFERDMagnús Andrésson.HSA_2014.03.19_SPANARFERDAnna Lára, Helga Eir og Ingibjörg við vatnið hjá myllunni.HSA_2014.03.19_SPANARFERDHluti af íslenska hópnum úti að borða ásamt spænsku stelpunum.HSA_2014.03.19_SPANARFERDLeiðin upp að kastalanum í Peniscola.HSA_2014.03.19_SPANARFERDKastalinn í Peniscola sem nemendur skoðuðu síðasta daginn.


Athugasemdir

26.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst