Stangveiðidagur hjá SR-Byggingarvörum

Stangveiðidagur hjá SR-Byggingarvörum Síðastliðinn laugardag var mikið um að vera í SR búðinni og margir lögðu leið sína þangað til að skoða það nýjasta í

Fréttir

Stangveiðidagur hjá SR-Byggingarvörum

Síðastliðinn laugardag var mikið um að vera í SR búðinni og margir lögðu leið sína þangað til að skoða það nýjasta í stangveiðisportinu.
 
Þeir Jónas og Matti hjá Veiðivörum.is voru að kynna stangveiðigræjur og dót fyrir gestum og gangandi.
 
Ægir Bergs grillaði pylsur fyrir stangveiðiáhugamenn og konur og það voru ansi hreint margir ánægðir með þá hugmynd.
 
Eftir grillið og kynninguna á stangveiðivörunum hjá þeima Jónasi og Matta var haldið suður í Hólsá, þar sem þeir Jónas og Matti voru með kastnámskeið. Allavega 10 manna hópur sást æfa sig í fluguveiðiköstum á bökkum árinnar og virtust piltarnir ná þessu bara nokkuð vel.
 
Hér koma svo nokkrar myndir frá stangveiði og grilldeginum mikla.
 
stangveið srHér eru þeir Matti og Jónas frá Veiðivörum að kynna vörurnar sem voru stórglæsilegar.
 
stangveið srGuðmundur Gauti kom nú samt bara til að kaupa kústa. Hann kíkkaði nú samt á stangveiðvöruúrvalið.
 
stangveið srÓli Stellu græjaði sig upp fyrir sumarið.
 
stangveið srÞarna var Ægir í S-inu sínu og grillaði eins og herforingi.
 
stangveið srFjöldi fólks kom við í SR og fékk sér eina eða tvær grillaðar pylsur.
 
stangveið srSissa var ansi dugleg að raða tómatsósu, steiktum lauk, remúlaði og kartöflusalati á pylsurnar.
 
stangveið srSandra, Tinna og Mirra voru yfir sig ánægðar með pylsuveisluna.
 
stangveið srFriggi Guggu er hér á pylsu númer 3. Þess má geta að ég hitti Frigga í sjoppunni á Ólafsfirði og sjoppunni á Dalvík sama dag, og þá var hann reyndar líka með pylsur. 
 
stangveið srHér bíður hann Mikael Daði var alveg snarspenntur eftir því að kastnámskeiðið byrji. Ég er bara ekki frá því að hann hafi verið langbestur að kasta flugu.
 
stangveið srHér er hópurinn svo að græja sig til.
 
stangveið srOg byrjaðir að æfa köstin.
 
 

Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst