Stóreldhús Kaffi Rauðku
Búrið á Rauðku er í stærra lagi og ansi matarlegt.
Ingunn að græja brúnuð kartöflurnar, Bára Dögg fylgist íbyggin með.
Hrært í að miklum móð.
Það eru ansi mörg handtökin á bakvið hverja máltíð
Girnilegar eru þær brúnuðu kartöflurnar Ingunnar
Ekki er súpan síðri hjá Ingunni
Hrafnhildur sker niður bananabrauð sem er í uppáhaldi hjá skólakrökkunum
Kartöflurnar ljúffengu á leið í hitakassa
Hrafnhildur klár með meðlætið fyrir skólakrakkana sem borða í Kaffi Rauðku
Meira að segja er skemmtilegt að vaska upp
Bára Dögg fylgist með klukkunni, nú skal byrja að skammta í bakka fyrir yngstu skólabörnin og starfsfólk grunnskólans
Heimir yfirkokkur rak inn nefið til að aðstoða við frágang á matarbökkunum
Hér er ekki til sparað
Hafþór Kolbeins á fleygiferð að ná í bakkana fyrir skólann
Skilaboð frá ánægðum viðskiptavinum, þau kunna að þakka fyrir sig blessuð börnin
Steikt ýsa í raspi og hvítlauksristaðar gellur borið fram með kartöflum, kaldri sósu og fersku salati
Súpa: Graskerssúpa
Lambapottréttur í karrýsósu borinn fram með hrísgrjónum og grænmeti
Súpa: Aspassúpa
Lax í sítrónuraspi borinn fram með steiktum kartöflum, sósu og fersku salati
Súpa: Sellerírótarsúpa
Grillaður grísahnakki borinn fram með kartöflustöppu, kaldri hvítlaukssósu og maísstönglum
Súpa: Blómkálssúpa
Ítalskt lasagne borið fram með heimabökuðu hvítlauksbrauði og fersku salati
Súpa: Sveppasúpa
Athugasemdir