Stóreldhús Kaffi Rauðku

Stóreldhús Kaffi Rauðku Stóreldhús Kaffi Rauðku er starfsrækt allt árið um hring og sér um hádegismat grunnskólabarna í Fjallabyggð ásamt fjölda annarra

Fréttir

Stóreldhús Kaffi Rauðku

Stóreldhús Kaffi Rauðku er starfsrækt allt árið um hring og sér um hádegismat grunnskólabarna í Fjallabyggð ásamt fjölda annarra gesta sem næra sig í hádeginu á Kaffi Rauðku.

 

Í eldhúsinu anna fjórir starfsmenn um 130 skólamáltíðum og 50 - 70 matargestum alla virka daga.

 

Mikil fagmennska er hjá starfsfólki eldhússins sem Ingunn Björnsdóttir Matartæknir stjórnar að miklu öryggi og jákvæðni.

 

Matseðillinn er ávalt gefin út fyrirfram og er fjölbreyttur við allra hæfi.

 

Hluti af honum er sendur í skólann í matarbökkum fyrir yngstu nemendurna og elsta stigi leikskólans.

Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir
Texti:     Kristín Sigurjónsdóttir

 

kristín sigurjónsBúrið á Rauðku er í stærra lagi og ansi matarlegt.


kristín sigurjónsIngunn að græja brúnuð kartöflurnar, Bára Dögg fylgist íbyggin með.


kristín sigurjónsHrært í að miklum móð.


kristín sigurjónsÞað eru ansi mörg handtökin á bakvið hverja máltíð


kristín sigurjónsGirnilegar eru þær brúnuðu kartöflurnar Ingunnar


kristín sigurjónsEkki er súpan síðri hjá Ingunni


kristín sigurjónsHrafnhildur sker niður bananabrauð sem er í uppáhaldi hjá skólakrökkunum




kristín sigurjónsKartöflurnar ljúffengu á leið í hitakassa


kristín sigurjónsHrafnhildur klár með meðlætið fyrir skólakrakkana sem borða í Kaffi Rauðku


kristín sigurjónsMeira að segja er skemmtilegt að vaska upp


kristín sigurjónsBára Dögg fylgist með klukkunni, nú skal byrja að skammta í bakka fyrir yngstu skólabörnin og starfsfólk grunnskólans


kristín sigurjónsHeimir yfirkokkur rak inn nefið til að aðstoða við frágang á matarbökkunum


kristín sigurjónsHér er ekki til sparað 


kristín sigurjónsHafþór Kolbeins á fleygiferð að ná í bakkana fyrir skólann


kristín sigurjónsSkilaboð frá ánægðum viðskiptavinum, þau kunna að þakka fyrir sig blessuð börnin


kristín sigurjónsEldri bekkingarnir koma og snæða í Kaffi Rauðku

kristín sigurjónsNú er gott í matinn

kristín sigurjónsLjúffengt

kristín sigurjónsKrakkarnir gera matnum góð skil enda úrvals starfsfólk sem hefur eldað hann
 

Hádegisverðarmatseðill vikuna 24. – 28. mars

 


 


Steikt ýsa í raspi og hvítlauksristaðar gellur borið fram með kartöflum, kaldri sósu og fersku salati

 

Súpa: Graskerssúpa

 

 

 

25.03.2014

 

 

Lambapottréttur í karrýsósu borinn fram með hrísgrjónum og grænmeti

 

Súpa: Aspassúpa

 

 

 

26.03.2014

 

 

Lax í sítrónuraspi borinn fram með steiktum kartöflum, sósu og fersku salati

 

Súpa: Sellerírótarsúpa

 

 

 

27.03.2014

 

 

Grillaður grísahnakki borinn fram með kartöflustöppu, kaldri hvítlaukssósu og maísstönglum

 

Súpa: Blómkálssúpa

 

 

 

28.03.2014

 

 

Ítalskt lasagne borið fram með heimabökuðu hvítlauksbrauði og fersku salati

 

Súpa: Sveppasúpa


Athugasemdir

26.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst