Tekinn á teppiđ af Balda Kára

Tekinn á teppiđ af Balda Kára Ţegar ég var á svokallađri föstudagsgöngu minni í gegn um miđbćinn á leiđ í vinnu síđasta föstudag fékk ég ansi hreint

Fréttir

Tekinn á teppiđ af Balda Kára

Þegar ég var á svokallaðri föstudagsgöngu minni í gegn um miðbæinn á leið í vinnu síðasta föstudag fékk ég ansi hreint hressandi og skemmtilegan lestur yfir mig frá honum Balda Kár.
 
Þegar ég var að ganga alveg hreint uppgefinn framhjá Allanum var Baldi Kára og Lóa þar og var hann bara alls ekkert að skafa af því hverslags aumingjagangur það væri að taka engar myndir og hafa enga umfjöllun um alla smábátaútgerðina og strandveiðarnar á Siglufirði akkúrat þá stundina. Þessi öðlingur sem vanalega er hvers manns hugljúfi sýndi nú á sér nýja og hrjúfari hlið þegar kom að smábátaútgerðinni. Þetta kom líka ansi hreint flatt upp á mig af því að Baldi hefur vanalega verið fyrsti maður til að hlaupa í burtu ef hann sér mig koma með myndavélina. Þó svo ég sé nú sjómannssonur og á ættir að rekja til sjómanna lengst aftur í ættir í móður og föðurætt, þá hef ég ógurlega lítið vit á trilluútgerðinni þó svo að mér hafi alltaf fundist hún frekar heillandi, meira að segja það heillandi að ég er að spöggulera í því að fara í pungaprófið (fyrir báta).
 
En fyrst Baldi Kára var svona ljúfur að benda mér á þennan aumingjagang í mér á svona hressandi og skemmtilegan máta var ekkert annað í stöðunni en það að taka myndir af smábátunum við höfnina og að sjálfsögðu af Balda á bryggjunni. Reyndar var ógurlega gott að fá svona komment á það að það vantaði umfjöllun um nákvæmlega þetta málefni. Stundum sér maður bara hreinlega ekki það sem er alveg beint fyrir framan augun á manni. 
 
Í dag eru á bilinu 40 til 50 smábátar sem gera út frá Sigló og að sjálfsögðu er lífið mikið í kring um höfnina sem er alveg hreint ljómandi skemmtilegt, svo ekki sé talað um allan ferðamannafjöldann sem leggur leið sína niður á höfn.
 
baldi káraHér bíða þeir eftir að komast að löndunarkrananum.
 
 
baldi káraÓðinn Freyr hjá Fiskmarkaðnum.
 
baldi káraJón Hólm.
 
baldi káraOg hér er svo þessi ljúflingur hann Baldi Kára vinur minn.
 
baldi káraHalldór Bogi.
 
baldi káraTrausti EA. Hér er að mínu mati og líklega margra annarra líka, fallegasti bátur smábátaflotans.
 
baldi káraKjartan Óla hafnarvörður skráði allt samviskusamlega niður sem þeir Óðinn Freyr og Jón Hólm komu með á vigtina.
 
baldi káraHér er svo reyndar einn virkilega fallegur. Fallegur bátur meina ég þá. Fegurð eiganda bátsins er svo mjög umdeild.

Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst