Torgið og skálin
sksiglo.is | Almennt | 08.06.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 988 | Athugasemdir ( )
Hér koma nokkrar sólskinsmyndir sem teknar voru fimmtudaginn 5. júní. Eins og
líklega mjög margir brottfluttir Siglfirðingar hafa fengið að vita í gegn um facebook, twitter og aðra samfélagsmiðla hefur verið algjör
bongó blíða á Sigló að undanförnu. Og það á víst ekkert að breytast á næstunni.
Á fimmtudaginn sýndi bankahitamælirinn 24 gráður sagði einhver sem kann
líklega ekki að ljúga og bætti við að hann væri ekki forritaður fyrir hærri hita. En það gæti nú alveg verið
haugalýgi en ég kýs að trúa þessu samt.
En ég skellti mér upp í Hvanneyrarskál í gærmorgun og tók
nokkrar myndir af bænum. Svo eru einhverjar myndir þarna líka sem teknar voru á torginu áður en ég fór upp í Hvanneyrarskál.
Haldið þið að þessir hafi verið að fíflast eitthvað? Ægir, Baldur og Finni.
Sigurjón tók fótboltauppstillinguna.
Gulli Stebbi var ekkert upprifinn af því að þurfa að vinna inni í þessum hita.
Jói Ott stóð á torginu og sagði "Pís" við alla sem gengu framhjá.
Leikskólabörn fóru göngutúr í bæinn og sungu fyrir þá sem þau hittu.
Simmi að gera við gangstéttina.
Magna, Ómar og Björgvin.
Það voru nokkrar steinvölur sem urðu á vegi manns á leiðinni upp.
Ég mætti Steina Bjarna um leið og ég kom upp á brúnina.
Fínasta útsýni.
Athugasemdir