Vatnsbunur stíga til himins
Mikið verk hefur verið unnið í Hólsdal í sumar og má nú víða sjá vatnsbunur stíga til himins þar sem vökvað er á svæði golfvallarinns. Þegar gengið er um svæðið sést glögglega hve viðamikið verkefnið er enda um mikilvægt umhverfisverkefni að ræða.
Einn sýnilegasti hluti verksins í dag er glæsileg grjóthleðsla í miðri Hólsánni en stór hluti verkefnisins er einmitt að endurbæta ánna sem veiðiá og samtvinna þannig nýtingu svæðisins fyrir fleiri en golfara. Það verður gaman að fylgjast með áframhaldandi uppbyggingu í Hólsdalnum en áætlað er að þar verði hægt að stunda útivist sumarið 2016.
Ljósmyndir Steingrímur Kristinsson. www.sk21.is
Athugasemdir