Auðvitað

Auðvitað Ég hef aldrei skilið þá röksemdafærslu að það sé rétt að halda íslensku þjóðinni í myrkri hvað varðar Evrópusambandið. Fyrir löngu síðan

Fréttir

Auðvitað

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir
Ég hef aldrei skilið þá röksemdafærslu að það sé rétt að halda íslensku þjóðinni í myrkri hvað varðar Evrópusambandið. Fyrir löngu síðan komst ég að þeirri niðurstöðu að þeir sem vildu nota íslensku krónuna í fjárhættuspili væru þeir sem helst væru andsnúnir þeim möguleika að Ísland gangi í sambandið. Ég hef ekkert skipt um skoðun á því.

Eina leiðin til að vita hvað í sambandsaðild felst er að fara í samningaviðræður og hafa það svart á hvítu. Ég er orðin hundleið á öllum þessum sérfræðingum sem ímynda sér hitt og þetta byggt á  hinu og þessu sem kannski eða kannski ekki er rétt. Ég hef setið fleiri fundi en ég nenni að muna um efnið og veit að það eru álitamál en úr þeim fæst ekki skorið nema með aðildarviðræðum.

Hvenær ætlar Alþingi Íslendinga að gefa okkur leyfi til að vita sannleikann? Það er blátt áfram fáránlegt að ætla íslensku þjóðinni að greiða atkvæði um eitthvað sem enginn veit. Eina vitið er að greiða atkvæði þegar við vitum það.

Óupplýst þjóð liggur í skuldafeni, upplýstar ákvarðanir eru það sem við þurfum og þá ákvörðun getum við tekið þegar við sjáum hvað í samningi við Evrópusambandið felst. Fyrr ekki. Þeir sem vilja halda áfram að halda okkur í myrkri hvað þetta varðar hafa einhverja aðra hagsmuni í huga en íslensku þjóðarinnr.


mbl.is Viðræður skera úr um hvað Íslandi býðst

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst