Eldarnir í Ástralíu afleiðing óvenjulegra hafstrauma ?
Þrálátt háþrýstisvæði austan Ástralíu hefur gert það að verkum að heitt og þurrt eyðimerkurloftið berst úr norðri. Og nú verðum við að hafa hugfast að N- og NV-áttin er hlý og vindur snýst rangsælis um hæðir á suðurhveli jarðar. Tunglmynd MODIS frá því í fyrradag (8.feb) sýnir langan slóða af þykkum reykjarmekki sem leggur á haf út og yfir Nýja Sjáland.
Vísindamenn við University of South Wales telja að þrálátt veðurlagið megi rekja til fyrirbæris í Indlandshafi sem kallast á ensku Indian Ocean Dipole(IOD) sem gæti útlagst sem Indlandshafs-sveiflan. Myndirnar sem hér
fylgja útskýra að hluta hvað þarna er á ferðinni. Frávik í sjávarhita
Indlandshafsins virðast fylgja ákveðnu kerfi tveggja skauta sem hlýna
og kólna á víxl. Þegar IOD er er í jákvæðum fasa er sjávarhiti lágur norðan og austan við Ástralíuog eins við Indonesíu. Yfirborðshiti sjávar er hins vegar í hærri
kantinum við Afríkustrendur. Hár sjávarhiti eykur á uppgufun og þar
með skýja- og úrkomumyndun við austurhluta Afríku. Í neikvæðum IOD
fasa, snúast hlutirnir við og úrkoma verður meiri í Ástralíu Indónesíu.
Athugasemdir