Gamanmál! Bæjarrevía, Á BÆJARLÍNUNNI....Elsku Hrólfur.

Gamanmál! Bæjarrevía, Á BÆJARLÍNUNNI....Elsku Hrólfur. Hár og skeggsnyrtistofan Hrímnir er merkileg og dularfull starfsemi sem rekin er á Suðurgötu 10 á

Fréttir

Gamanmál! Bæjarrevía, Á BÆJARLÍNUNNI....Elsku Hrólfur.

Hrímnir Skallabónunarstöð
Hrímnir Skallabónunarstöð

Hár og skeggsnyrtistofan Hrímnir er merkileg og dularfull starfsemi sem rekin er á Suðurgötu 10 á Siglufirði.
Allskyns orðrómur er á bæjarlínunni um hvað sé eiginlega í gangi þarna, en þessi skrif mín birtust fyrir nokkru síðan í öðru formi sem grín á Facebook síðunni hjá honum Hrólfi Baldurssyni vini mínum.
Ég hafði líka nefnt þetta í einum af minningargöngutúra greinunum mínum og ég fékk margar fyrirspurnir um hvar væri hægt að finna þetta grín.

Svo nú hef ég með samþyki og láns ljósmyndum frá Hrólfi og fl. ákveðið að birta þetta hér ykkur til afþreyingarlestrar yfir helgina. Þetta er nútíma bæjarrevía með gríni og lygasögum rétt eins og þær árlegu bæjarrevíur sem voru setta upp af leikfélagi Siglufjarðar í áratugi.
Man þá tíma þegar ég var ungur og stalst til að hlusta á afa Pétur Bald og félaga sem voru í heimsókn á Vetrarbrautinni hjá afa og ömmu Mundínu vera að semja og fara yfir gríntexta og revíulög sem þeir voru að semja. Stórkostlega gaman og þetta er merkilegt frásagnarform sem er enn við líði á Sigló í alskyns gríni og gamanmáli milli gárunga bæjarins. 

Til gamans má geta að leiksvið sem líklega var í gamla Sjómannaheimilinu við Suðurgötu er í þessu húsi í sal fyrir innan rakarastofuna, þarna voru leikæfingar haldnar lengi vel eftir að Sjómannaheimilið var rifið.  
Ég hef sjálfur verið á æfingum þarna á þessu leiksviði sem er menningarfjársjóður í sjálfu sér og má alls ekki hverfa.

Það væri gaman að halda þarna sögu og gamanmálakvöld, þessi yndislegi fjörður á svo marga frábæra grínista og sögumenn. Sumir af þeim eru daglega í heimsókn hjá Hrólfi.

"Texti er líka lánaður af heimasíðunni: Hrímnir hár og Skeggstofa

En gjörið svo vel hér kemur ”BRÉF TIL HRÓLFS” í máli og myndum.  

Heill og sæll þú mikli húsasmiður og hárskeri og fyrirmynd annarra karlmanna.

Langt síðan ég hef skrifað til þín kæri vinur, datt í hug að senda þér nokkrar línur hérna á fésa chattinu. Að ég sé að skrifa þér akkúrat núna er reyndar vegna þess að hef heyrt svo mikið slúður og kjaftæði á bæjarlínunni, já og sumt verður nú bara að reiknast sem hatursáróður um þig og þína starfsemi sem þú kallar “Hrímnir hár og skallasnyrtistofa”

Og í síðustu viku þegar þú lokaðir skyndilega í tvo daga þá heyrði ég eitthvað um að ástæðan fyrir þessari lokun var að heilbrigðiseftirlitið hefði komið í skyndiheimsókn og lokað hjá þér vegna ólöglegrar veitingasölu ??

 Afsökunarauglýsing frá Hrólfi þegar heilbrigðiseftirlitið kom óvænt í heimsókn.

Halló, hverskonar steypa er þetta eiginlega. 
Og af hverju heldurðu að fólk sé að segja mér allan andskotann svona í óspurðum fréttum, það er náttúrulega ÞÉR að kenna síðan þú plataðir mig í að skrifa einhverja vitleysu á Sigló.is af því að þú nenntir ekki að gera það sjálfur. 
Fólk heldur að ég sé ennþá að vinna á skiptiborðinu á bæjarlínunni, ég bý ekki einu sinni í bænum eða á landinu. Just saying, just saying !

Og talandi um sigló.is þá var ég að spjalla við góðan vin og hann sagði mér að hann væri löngu hættur að kíkja á þá síðu og sagði: “Það er nú ekkert að lesa þar nema einhverjar tilkynningar um Björgunarsveitina frá Hrólfi og svo eitthvað síldarsögu og göngutúra bull frá Svíþjóð frá þér” sagði hann bara sí så där upp í opið geðið á mér án þess að skammast sín neitt og já ég verð nú reyndar að viðurkenna að þetta er alveg rétt hjá honum.

En snúum okkur aftur að bæjarlínunni. 
Fólk er að tala um að nafnið á þessari stofnun sé bara fyrirsláttur til að dylja aðrar starfsemi og kallar þennan fyrir mér heilaga stað fyrir t.d. kaffihús, veitingastað, leynikrá, spilavíti og sumir ganga svo langt og segja að þetta sé “fréttastofa” fyrir sköllótta slúðurkalla.

Ha, heldurðu að þetta sé nú hægt, þvílíkt kjaftæði.

Ég náttúrulega ver þig og þína starfsemi með kjafti og klóm og segi við þetta fólk:

“Eins og ÉG viti ekki hvað sé í gangi þarna hjá honum Hrólfi mínum, ég hef oft komið þarna í klippingu” segi ég við þetta fólk, samt trúir fólk mér ekki.

 Þið sjáið hvað ég meina.....einn þunnhærður í stólnum og einn til viðbótar á biðlista með HÁR......veit ekki hvað hinir 5 sem allir eru SKÖLLÓTTIR eru að gera þarna......hmm

Ja, fólk og fólk, þetta kjaftæði kemur náttúrulega að mestu leyti frá “konu fólki” bæjarins og snýst náttúrulega um öfundsýki og skilningsleysi. 
Þær halda auðvita að allir séu eins og þær og körlum finnist það líka gaman að hittast og fara með slúður um heiðalegt fólk eins og þig. 
Eins og að alvöru karlmenn sé að safnast saman hjá þér og fara með slúður, nei þær skilja ekki þarfir karlmanna um að hittast og ræða um alvöru málefni eins t.d nýju Black & Dekker borvélina sem maður keypti í gær og bílaviðgerðir og knattspyrnu.

Og svo þegar að kemur að því að tala um tilfinningamál þá skilja þær ekki heldur að við höfum náttúrulega rekið okkur á og að við eru löngu búnir að fatta að þær þykjast bara vera skilningsríkar og þolinmóðar við okkur. 

Eins og t.d. fyrrverandi konan mín þegar hún gekk á mig í tvær vikur, sí spyrjandi af hverju ég væri í fýlu og ég var að reyna að forðast það að segja henni það vegna þess að mér fannst henni ekki koma það við. En ok svo sagði ég henni sannleikan um að ég væri miður mín vegna þess að Arsenal hafi tapað fyrir Man U. Þá segir hún bara með hrokasvip:
“Hverskonar barnaskapur er þetta eiginlega, þú getur ekki bara verið í fýlu í fleiri vikur út af einhverjum helvítis fótboltaleik”

Ég get lofa þér því Hrólfur minn að ég ræddi sko ekki mín tilfinninga mál við þessa konu aftur.

En af því að ég er nú einu sinni byrjaður að segja þér allt þetta kjaftæði sem fer eins og eldur í sinu á bæjarlínunni þá sagði mér ein gömul vinkona að hún hefði heyrt í gegnum bróðurdóttursystur Boggu Stínu (þessi gamla sem dó í fyrra) að hún hafi sagt sér í gær að hún “Ólöf mín” (þín) hafi eitthvað verið að væla yfir að þessar húsasmíðar gegnu voða hægt hjá þér.
 

Og þá segir sagan að kona á næsta borði þarna í bakaríinu hafi hlegið við og sagt:

“ Haha, það er náttúrulega ekkert skrítið, hann Hrólfur þénar auðvitað ekkert á því að klippa sköllótta men og svo er hann með hálfan bæinn í ókeypis fæði líka, ha, ókeypis kaffi og sætabrauð í boði þarna alla daga... hahaha.........”

 Elsku "Ólöf mín" vertu ekkert að hafa áhyggjur af þessum útgjöldum fyrir kaffi og kökur á Hrími það eru góðir styrktaraðilar sem skilja þessa starfsemi vel, eins og t.d. kaupfélagsstjórinn hann Friðfinnur sem kemur með útrunnið sætabrauð daglega úr kaupfélaginu. ( Blúndukökur......jeeesús kristur Friðfinnur gastu ekki funndið eitthvað annað með sætari nafni ? )

Þetta er náttúrulega alveg ótrúlega lágkúrulegt að segja svona um þig við konuna þína, ha.

En ég verð nú samt að segja að ég get alveg skilið að svona orðrómur komist á kreik. 
Það finnst örugglega mörgum (konum sérstaklega) það vera svolítið grunsamlegt og skrítið að það komi fullt af sköllóttur körlum í klippingu til þín daglega og þetta með húsið, já Hrólfur, þetta er nú ekki neitt sérstaklega stórt hús.

Svo er nú þessi bær líka fullur af sjálfskipuðum “heilsubóta öfgasinnum” sem geta haft áhyggjur af heilsufari sköllóttra eiginmanna sem fara í klippingu hjá þér.

Þú ættir kannski bara að skipta um nafn og kalla þetta “Hrímnir skallabónunarstöð” þá er málið leist og fólk getur hætt þessu kjaftæði.

 ljósmynd: Björn Valdimarsson
Það kemur fyrir að það komi karlmenn með hár inn........Dr. Andrés t.d.
"Andrés læknir fær sér jólaklippinguna hjá Hrólfi rakara - The local doctor gets his Christmas haircut.
Fleiri hversdagsmyndir úr Fjallabyggð eru á slóðinni https://bjornvald.is/hversdagurinn-2/ med Hrólfur Siglfirðingur Baldursson och Hrímnir Hár Og Skeggstofa."

Svo heyrði ég líka eftir krókaleiðum frá Króknum að “Sigurjón heilbrigði” hafi sýnt þessari starfsemi skilning og áttað sig á að þessar ásakanir um ólöglega veitingasölu væru ekki á neinum rökum reistar. Enda skilst mér að það sé búið að opna aftur í dag.

En mér var sagt og ég sel það ekki dýrara en ég keypti það að eina krafan sem hann hafi sett fram eftir skoðun hafi verið að þessi “ladyboy” (hún er nú reyndar frænka mín, þessi elska) sem þú ert með í þrifum og framreiðslustörfum verði að fara á stutt námskeið fljótlega í meðhöndlun matvæla og mikilvægis góðs hreinlætis.

 Framreiðslustúlkan hún TUÐMUNDA á afmæli í dag og hún býður uppá tekex og úldinn ost í tilefni dagsins

Þegar "hann" kemur fussandi og sveijandi à stofuna til ađ þrìfa köllum viđ hann "Tusku-mund" eđa "Tuđ-mund". En ì dag (eđa rèttara sagt ì gær) à "hann" afmæli. Hann hèlt sig ađ mestu heima à afmælisdaginn og þvì kölluđum vèr hann "Heima-mund" einmitt ì dag. 
Vonandi mun þessi öđlingur sem svo oft kemur til ađ lesa okkur lìfsreglurnar bæđi hvađ varđar matarmenningu og drykkjarsiđi og vitnar hann þà æđi oft ì hina helgu matreiđslu og drykkjarsiđabòk þeirra Bills og Bob (sem væntanlega eru ættađir frà Tennessì ì USA, þađan sem svo margt gott kemur, ađalega eitt samt en jæja) halda àfram ađ koma og "fussa" yfir gòlfiđ og "sveija" yfir borđiđ. Allavega, innilega til hamingju međ daginn þinn Villi(Ægir) okkar og vonandi var dagurinn þèr ànægjulegur. 

Vì lovjù long tæm!!

Reyndar heyrði ég líka að þessi skyndilega lokun hafi haft allvarlegar afleiðingar og skapað mikla vanlíðan hjá einum að þínum föstu kúnnum en hann er nú reyndar giftur einum af þessum heilbrigðis skæruliðum, en mér var sagt að þegar á föstudaginn hafi hún tekið eftir þessari vanlíðan og gengið hart á hann hversvegna hann gengi í hringi og væri alltaf að kíkja í spegill og mummla eitthvað um að hann væri svo loðinn........

Svo sagði hún bara. “Þú ert náttúrulega bara með fráhvarfseinkenni af kaffi og sætabrauðskorti”og svo bætti hún við með miklum hneykslunartón:

“ég þurfti svo að fara í kaupfélagið og kaupa kaffi og sykurleðju svo að hann yrði nú húsum hæfur yfir helgina og ég skal bara segja ykkur að svoleiðis EITUR hefur ekki verið borið fram á mínu heimili síðustu 10 árinn”. 

Síðan kom víst líka fullt af ljótum orðum um þennan andsk......... Hrólf í Hrímni.

 En það eru til góðhjartaðar konur líka í þessum bæ sem skilja þarfir alvöru karlmanna. Þessi heitir "Steina Matt hin heilaga" ef hún væri ekki á föstu með þessum Dóra kokk þá myndi ég reyna við hana........

Svo verð ég líka að segja þér að þessar kjaftasögur eru ekki bara á bæjarlínunni á Sigló heldur það grassera líka allskonar sögur á sveitarlínunni inní Fljótum. 

En þetta sem ég ætla að segja þér núna er það eina sem ég hef einhverjar áráðanlegar heimildir fyrir vegna þess að Pétur Bjarna frændi minn sagði mér þetta. 

Og hvað veit Pétur svo sem um hvað er á sveitalínunni í Fljótunum ? Auðvitað spurði ég hann af því, hvað heldur þú maður, ég er vanur og ábyrgur rannsóknarblaðamaður. 

Já hann sagði mér að Lilja væri með hann í megrunarkúr enn einu sinni og að í þetta skiptið hefði hún látið “loka” á hann í öllum sjoppum á Sigló og á Óló líka, en hún gleymdi Ketilás svo hann fer daglega inná Ketilás og fær sér eina kók og 5 pulsur með öllu nema steiktum lauk og af því að hann fer þangað svo oft þá sagði hann:

“ég kem svo oft þarna að þeir eru farnir að treysta mér og tala við mig eins og að ég sé heimalningur á beit á túnunum þarna.”

 Pétur Bjarna lengst til hægri segir sögur og sníkir kaffi og kökur út um allan bæ. 

" Kaffibrúsakarlar föstudagsins og að sjálfsögðu Pétur Bjarna

Hér eru nokkrir af þeim sem kíkkuðu í "klipp og kaff" föstudaginn 13. Á meðal þessara heiðursmanna er enginn annar en Pétur nokkur Bjarnason sem er oft á tíðum hrókur alls fagnaðar og kann að segja skemmtilega frá og kann margar sögur. Sérstaklega hefur hann Pétur gaman að því að segja sögur af sjálfum sér og eina ansi hreint hressandi sagði hann okkur í gær sem við látum að sjálfsögðu fljóta með myndinni.
Þannig var mál með vexti að Pétri hefur oft verið hugsað til ömmu sinnar eftir að hún kvaddi og var hann að segja okkur að hún hafi bakað alveg agalega góða kanil köku. Einhverstaðar á hann uppskriftina og hefur reynt að gera kökuna eins og hún á að vera og meira að segja látið hana Lilju sína gera hana líka en það vantar alltaf þetta sérstaka "eitthvað" í kökuna sem hann og þau hafa engan veginn náð að kreista fram úr uppskriftinni. Hann er semsagt búin að reyna allt. 
En einhverju sinni var hann svo aðfram kominn af löngun í nákvæmlega þessa "kanil-köku" að eini sénsinn að honum fannst var að fara á miðilsfund og freista þess að ná sambandi við gömlu konuna og þá aðalegat til að fá uppskriftina hjá henni. Pétur finnur eitthvað sem kallaðist opinn hóp-miðilsfund, hringir og spyr hvort hann komist ekki að, en eitthvað var orðið þétt setið á fundinum. Pétur gaf sig ekki og sagði að hann þyrfti nauðsynlega að komast á fundinn, því hann sé aðframkominn af sorg og þurfi nauðsynlega að ná sambandi. Úr verður að hann dembir sér af stað og fer á fundinn. 
Fundurinn byrjar og fullt af fólki situr í salnum og miðillinn kallar upp nöfn og einhverjir tengdu sem voru í salnum. 
Pétur var farinn að hugsa með sér, "af hverju kemur enginn til mín..." en svo kom það. Miðillinn segir " er einhver Pétur hér í salnum, einver Pétur Bj… eitthvað??". Pétur var fljótur að kalla upp "ÉG!!ÉG!!ÉG!!" og hugsaði með sér, "nú fæ ég uppskriftina að kökunni". Miðillinn heldur áfram "það er komin hérna gömul kona"… og Pétur kallar aftur "Já!!!Já!! það er örugglega amma!! og hvað segir hún að vanti??" og hugsar með sér, "Núna kemur uppskriftin"(gott ef hann var ekki með blað og penna með sér". 
Svo heldur miðillinn áfram og segir, "jaaaa, ég veit ekki alveg hvernig ég á að orða þetta en hún virðist nú ekki vera neitt sérstaklega ánægð með þig Puti litli og skilaboðin til þín eru þessi ", Þú ættir að skammast þín fyrir að hafa hnuplað pening úr veskinu hjá henni í gamla daga……."

Sem sagt Pétur fékk ekki uppskriftina af kökunni góðu….. Hann er sem sagt búin að reyna allt núna."


Fyrir utan allt þetta kjaftæði um efasemdir og lögmæti þíns atvinnureksturs þá sagði Pétur að ofan á allt væri allt logandi í Fljótunum og í Sléttuhlíð líka í efasemda hjali um hæfni þína sem hár og skeggsnyrtir. 

Það var einhver saga um bónda sem hefur “greitt og sleik yfir” eins og það er kallað í yfir 30 ár hafi verið skipað að fara í klippingu hjá þér eftir að konan hans hafi sé Donald Trump í sjónvarpsfréttunum og þá sagt við hann:

“Sjáðu hvað Donald gerir þetta smart, drífðu þig inná Sigló og láttu hann Hrólf laga þetta.” 

Þú veist náttúrulega að þegar konum er alvara og skipa manni fyrir þá verður ekki haldinn neinn kosningafundur um málið.

Svo þegar hann situr í stólnum hjá þér og ber upp skipun eiginkonunnar þá er sagt að þú hafir bara hlegið af þessu og sagt:

nei nei elsku vinur, þetta er löngu komið úr tísku og svo hafir þú bara snúið þér og bóndanum í stólnum að 10 stuttklipptum karlmönnum sem voru þarna á biðlista hjá þér og spurt:

“er það ekki strákar ? “ 

Allir voru náttúrulega sammála sínum stóra hárssnyrti Gúrú svo mann greyið var náttúrulega bara rakaður stutt og það kom í ljós að þetta var bráðmyndalegur maður og honum leið vel og fannst hann passa inn í þennan karla hóp, borgaði með bros á vör og brosti alla leiðina heim.

Konan hans kíkir á hann og segir með fýlusvip:

“Hvað kostaði svo þessi RÚNING ?

 Þetta er nú reyndar ekki Fljótabóndinn sem Hrólfur rúði í sögunni sem Péturs Bjarna heyrði á sveitarlínunni . Þetta er annar "hárprúður bóndi" sem Hrólfi þykir vænt um. 

Kaffibrùsakarlinn er einn ađ þessu sinni. Fljòtamađurinn Auđunn ì Holti. 
Auđunn hefur frà mörgu ađ segja og mjög gaman ađ spjalla viđ hann um heima og geima.

Sko Hrólfur! Ég og Pétur vitum auðvitað ekkert um hvort þetta sé satt eða ekki, en elsku vinur og ég segi þetta bara af því að mér þykir vænt um þig og ég vill ekki vera með einhverja fordóma og fleipur um Fljótamenn en maður má ekki gleyma að það er allt fullt af rollum þarna og þeir kunna allt um rúningar svo þú verður að passa þig á því að þvinga ekki þína hártísku upp á fólk í Fljótunum sem getur hreinlega valdið skilnaði.

Fara varlega í svona hluti, þetta eru saklausir bændur.

 Gluggagæi var ekki sleppt inn..... einhver andsk...takmörk verða að vera á svona virðulegum kaffihúsum þátt fyrir allt.

En nóg í bili og annars er allt gott að frétta af mér, eða já ég er nú reyndar ennþá að ná mér eftir að hún Cindý mín dó í desemberbyrjun, veit að þú ert ekki mikið fyrir eitthvað viðkvæmnishjal en ég verð að viðurkenna að ég sakna hennar alveg ógurlega. Hún var alltaf svo glöð þegar ég kom heim úr vinnunni, réði sér vart fyrir kæti sem er eitthvað annað en ég get sagt um fyrrverandi konuna mína sem sagði aldrei: “hæ elskan, velkomin heim”, nei hún sagði bara: “fórstu í búðina ? “ svo varð bara eitthvað rifrildi úr því þegar ég spurði eins og asni: “átti ég að gera það?

“ Eins og að ég sé einhver innkaupastjóri og sendill, ha, djöfulsins kjaftæði bara.

Bauð reyndar hjúkku á date um daginn svona bara af því mér leiddist og mér fannst hún sæt líka.
En hvað heldurðu maður, hún tók með sér mömmu sína og 4 vinkonur á þennan date svo þetta varð allt saman miklu líkara yfirheyrslum hjá lögreglunni og réttarhöldum en eitthvað rómantískt stefnumót.

Þannig ég ligg lágt í þessum kvennamálum og er miklu meira á því að fá mér bara nýjan hund.

Baráttukveðjur til þín vinur og mig hlakkar til að koma í klippingu til þín í sumar.

Puss o Kram

Þinn vinur og baráttufélagi 
Nonni

P.S. Að lokum.....já....hmm

 Yes.... Vi fukk U verry mössss Tú Friggi, and thank you verrrry möss......... and Goodby. 

Texti: Jón Ólafur Björgvinsson og Hrólfur Baldursson
Ljósmyndir: Hrólfur Baldursson og Björn Valdimarsson.

(Ég hef lagað og lagfært nokkrar myndir svo að þær geri sig betur við birtingu á skjám.)

Meira um karlmennsku hér: 
Sunnudags hugvekja! Karlmennska og væmni...
OG
Sunnudags Pistill um KARLMENNSKU!


Athugasemdir

21.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst