Sunnudags Pistill um KARLMENNSKU!

Sunnudags Pistill um KARLMENNSKU! Stuðningsyfirlýsing til Hrólfs! Erfitt að útskýra karlmennsku, knattspyrnu og fl. Sæll félagi og fyrirmynd annarra

Fréttir

Sunnudags Pistill um KARLMENNSKU!

Male ballet dancer.......
Male ballet dancer.......
Stuðningsyfirlýsing til Hrólfs!
 
Erfitt að útskýra karlmennsku, knattspyrnu og fl.

Sæll félagi og fyrirmynd annarra karlamanna um víða veröld!
 
Já, Hrólfur orðstír þinn fer víða þrátt fyrir að þú búir á enda hinns byggilega heims og vinnir við að dúlla við hár og skegg annara karlmanna.
 
Svona af því að dagurinn er hvort sem er ónýtur og allt farið til andsk... hjá Brasilíu.
Já say no more, say no more.
 
Þá datt mér í hug að leggja þér lið í okkar eilífu báráttu víð að útskýra fyrir heiminum hvað KARLMENNSKA er.
 
Óupplýstar mannverur, og þá er ég ekkert að benda á eitthvað sérstakt kyn, bara svona óupplýstar mannverur allmennt. You Know, bara svona vitleysingar sem eru með skoðanir á bókstaflega öllu.
 
Þessar fáfróðu mannverur hafa tilhneyjingu til að blanda karlmennsku saman við karlrembu, ofbeldi og annað sem fer í taugarnar á þeim.
 
Ég hef t.d aldrei notað minn stóra og fallega karlmannlíkama til ofbeldisverka, hef bara notað hann sem vel smurða og sterka ástarmaskínu við öll möguleg tilfelli þar sem slíkt hefur verið í boði.
 
Félagi! Þetta eru erfiðir tímar, stórar breytingar á hugsunargangi kynjanna, uppeldi barna o.s.frv.
 
Og ég hef ekkert á móti þessu, þvert á móti þá er ég mikill Femínisti, en það er ekki þar með sagt að ég sé eitthvað minni karlmaður fyrir það.
 
Nei, ég er bara á móti því að aðrir séu að skipta sér af og setja upp nýja reglur um hvað karlmennska er og hvað sé leyfilegt að maður geri þegar maður hefur þörf fyrir að lifa og taka út tilfinningar sem búa í minni karlmennsku og sál.
 
 
Máli mínu til stuðning vil ég segja þér litla sögu um hversu djöf... erfitt þetta getur verið stundum, já og sagan er um hversu ótrúlega unun ég hef af öllu sem snýst um Knattspyrnu. Bara öllu, get talað endalaust um Knattspyrnu, geri mér alveg grein fyrir því að aðrir geta haldið að ég sé unglingur með Aspberger syndrom sem veit allt um japanskar Manga teiknimyndir.
 
En já þetta er bara svona og þetta er heilagur hluti af minni karlmennsku.
 
Taktu eftir að ég nota orðið Knattspyrna og skrifa það með stóru K. Þetta er alveg dásamlegt orð, viss karlmennsku hljómur yfir því og ég get stundum dáðst af sjálfum mér þegar ég heyri sjálfan mig segja: "KNATTSPYRNA" eða "ég er að fara á KNATTSPYRNULEIK."
 
Orðið fótbolti finnst mér miklu meira eiga við svona skólabala- spark- leiki og annað barnabrölt.
Og misskyldu mig rétt vinur, ég hef t.d ekkert á móti Kvennafótbolta.

Já sorry gleymdi mér aðeins, ok áfram með söguna.
Jú, ég var fyrir nokkrum árum úti á sportbar með vinum og að sjálfsögðu vorum við að horfa á Knattspyrnu og drekka bjór.

Eða ég drakk mest Singel malt wisky, finnst svo erfitt að drekka mikinn bjór, ókarlmennskulegt að vera alltaf að hlaupa á klósettið og missa af hálfum leik bara fyrir það.

En alla vega, leikurinn búinn og allt ok, nema hvað það kemur þarna kona að borðinu okkar og það kemur í ljós að hún er í sama mastersnámi og einn vina minna var í. Eitthvað með tölur og stærðfræðiformúlur.

Hún sagðist hafa séð okkur allan leikinn og var mjög svo forvitin um af hverju karlmenn haga sér svona einkennilega þegar þeir eru að horfa á Knattspyrnuleiki?

"Nonni, þú ert pedagog, útskýrðu þetta fyrir konunni."
Eins og sá ansi ég get stundum verið, þá tók ég þetta verkefni að mér stoltur og ákafur.

Við settumst við annað borð og ég fór á barinn og keypti glas af einhverju "sykurleðjusulli" sem konum finnst gott og meira singel malt fyrir mig.

Mér til mikillar furðu gengur þetta alveg ótrúlega vel og hún spyr gáfulegra spurninga, eftir minnst 2 ferðir á barinn var hún farinn að drekka singel malt líka.

Þetta var alveg ótrúlegt Hrólfur, hún skyldi meira að segja rangstöðu, ha pældu í þessu.
Þvílík kona! Svo fer ég á barinn í fjórða sinn og þegar ég er að bíða eftir glösunum.........og fer að hugsa "jösses, ég held bara að ég sé að verða ástfangin af þessari bráð gáfuðu og myndalegu konu. Guð, hvar hefur hún verið allt mitt líf.... já fullt af svona hugsunum fóru um mig allan. "Hey Nonni: Ekki klúðra þessu, vanda sig."

Ok, kem til baka og sé að hún er í þungum þönkum, en svo lítur hún loksins upp og brosir alveg rosalega fallega til mín. Ég spyr: "í hverju ertu að pæla ?"

"Jú, ég veit ekki hvort þér finnist þetta eitthvað voðalega vitlaust hugsað? En ok, ég var að pæla í ....sko Nonni, 22 gaura, stór völlur........" já ég er að hlusta, haltu áfram.

"En sko af hverju bara EINN BOLTI ?"



Ég fékk sjokk og það datt af mér andlitið og bíddu félagi svo hélt hún bara áfram.... "sko ef það eru fleiri boltar þá geta allir verið með og svo skorar maður miklu fleiri mörk og leikurinn verður miklu, miklu skemmtilegri."

Ehhhh, kom ekki út orði, en sé allt í einu, mér til mikillar furðu að hún er með svaka graftarbólu rétt við nefið sem gæti hreinlega spungið í fésið á mér á næstu sekúndum ,
já og talandi um nef, það var eins og einhver hafi hent kartöflu framan í hana og hún síðan bara orðið varnalegur hluti af andlitinu á henni.

En hvernig gat þetta farið framhjá mér......... á ekki orð, en Hrólfur það sem fór alveg með mig var að ég sé eitthvað brúnt og slepjulegt í hægra eyranu á henni og mér til mikillar furðu sé ég að þetta er súkkulaði.

Ha pældu í þessu maður, hvernig getur fólki dottið í hug af vera með súkkulaði í eyranu?

Allt í einu fattaði ég hvað var í gangi.
Heyrðu hún er að reyna við mig og vill örugglega að ég sleiki þetta ógeðslega súkkulaði úr eyranu á henni.

Allt í einu leið mér frekar illa og með hjartslátt og með kökk með súkkulaðibragði í hálsinum stóð ég upp og heyri sjálfan mig ummla eitthvað......ha... hmm.... "já góð hugmynd þetta með fleiri bolta og mörk", afsakaði mig og sagðist þurfa fara á klósettið.

Lét mig svo bara hverfa og fór beinustu leið heim, sat bara og starði út í loftið og klappaði hundinum mínum, leið fljótlega betur og tók utan um hausinn á Cindý og sagði: Oooo þú skilur mig alltaf svo vel og þú ert aldrei með súkkulaði í eyrunum.

Hrólfur minn! Þrátt fyrir svona dramatíska upplifun í baráttunni við útskýra karlmennsku, knattspyrnu, fegurð mótorhjóla sem jaðrar við kynferðrislega upplifun, sem og annað sem tilheyrir karlmennsku verðum við bara að snúa bökum saman og aldrei, aldrei gefast upp.
 
Baráttukveður og ótlal svona you know male bounding kossar sem bara við alvöru karlmenn skiljum.
 
Þinn vinur og aðdáandi!
Nonni Björgvins


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst