Jóhannes Björn á Austurvelli.

Jóhannes Björn á Austurvelli. Veðurstofan spáir veðurhæð allt að 23 m/s á öllum spásvæðum nema Suðausturlandi í nótt og á morgun. Lægðinni sem nú

Fréttir

Jóhannes Björn á Austurvelli.

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurstofan spáir veðurhæð allt að 23 m/s á öllum spásvæðum nema Suðausturlandi í nótt og á morgun. Lægðinni sem nú stefnir hraðbyri í áttina til okkar fylgir mikil háloftavindröst sem slengist niður til jarðar með S- og SSA-átt.  Lægðinni er öllu heldur spáð til norðurs skammt fyrir vestan landið og verður hún í talsverðum vexti á meðan hún fer hér hjá.  Spákort Veðurstofunnar (HIRLAM 24011800 +12t) sýnir stöðuna eins og henni er spáð kl. sex í fyrramálið.

Af fyrri reynslu þekkir maður það vel að norðan í fjöllum verður hvað hvassast í þessari stöðu.  Fjallgarðar sem liggja þvert á vindstefnuna eiga stóran þátt í því að keyra niður vindorkuna.  Þeir staðir þar maður veit að verulega hvasst og skeinuhætt verður eru þessir:

1. Norðanvert Snæfellsnes, frá Hellissandi og inn fyrir Stykkishólm á Skógarströndina.  Seint í nótt og snemma í fyrramálið, (til svona sjö til níu) verður hvassast og vindhviður geta hæglega farið í 40-50 m/s.

2. Skagafjörðurinn vestanverður, frá Mælifelli og út fyrir Sauðárkrók getur orðið æði hvasst við þessi skilyrði frá því um kl. sex í fyrramáli og  fram undir hádegi.

3. Mjög skiptivindasamt í Fljótum og á Siglufjarðarvegi, sérstakalega við Sauðanes, þar sem hnútarnir geta orðið allsvakalegir í þeirri mildu S-átt sem spáð er fyrri partinn á morgun.

4. Um austanvert landið eru það Vopnafjörður og Fáskrúðsfjörður innanverður sem helst eru í kastljósi vinda ofan af fjöllum og bora sig niður til yfirborðs.  Einna hvassast þar um miðjan daginn á morgun, í þann mund sem skil lægðarinnar ganga austur af landinu.

Þetta er eins og gefur að skilja ekki endanleg upptalning. 

Reykjavík er líka nokkuð "opin" fyrir SSA-átt og kæmi mér alls ekki á óvart að meiri vindur mældist þar seint í nótt, heldur var hér fyrir helgi í A-storminum. 


Athugasemdir

09.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst