Kuldakastið nú miðað við fyrri ár
Í fyrra (2008) var maí nokkuð óvenjulegur því hann var hretalaust með öllu, þannig að eftir því var sérstaklega tekið.
2007 gerði hret rétt fyrir hvítasunnu sérstaklega 24.-25. maí. Reyndar var heil vika frekar köld um þetta leiti.
2006setti óvenjumikinn snjó niður í útsveitum norðanlands, mældist hann víða í tugum sentímetra. Kom hann flestum gjörsamlega í opna skjöldu enda gróður kominn vel á veg. Um þennan viðburð má lesa hér og hér.
2005 var í heild sinni kaldur um land allt. Eilífar N-áttir og næturfrost. Maí þetta ár var sá kaldasti á Akureyri í 10 ár.
2004 var kalt framan af, en síðan hlýnaði. Nokkuð eðlileg vorframvinda það árið.
2003, þá var fyrsta vikan mjög köld, hálfgert vetrarveður á landinu einkum 2. til 4. Það hret kom í kjölfar eins alhlýjast apríl mánaðar í sögu mælinga.
Athugasemdir