Kuldakastið nú miðað við fyrri ár

Kuldakastið nú miðað við fyrri ár Það er nánast árvisst að fá alvöru hríð og fannfergi í maí á norðanverðu landinu.  Stundum meira að segja talsvert

Fréttir

Kuldakastið nú miðað við fyrri ár

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Það er nánast árvisst að fá alvöru hríð og fannfergi í maí á norðanverðu landinu.  Stundum meira að segja talsvert seinna en nú er.  Hríðar á þessum árstíma eru hins vegar að mörgu leiti verri en þær sem gerir t.a.m. um páska þar sem vegfarendur eru flestir búnir að skilja við snjó- og vetrarhugarfarið ef svo má segja.  Bílar flestir komnir af vetrar- og nagladekkjum í samræmi við tilmæli þar um. Sama má segja um Vegagerðina enda reglubundnum vöktum vetrarþjónustu lokið.  Þó vissulega fylgist Vegagerðin vel með og útvegi tæki til hreinsunar og hálkuvarna gerist þess þörf.  En samfélagið er bara komið í annan þankagang þegar snjó hefur að mestu tekið upp (á láglendi) og sterk sólin farin að ylja á daginn.

Ljosm_Hafþór_Hreiðarsson Í fyrra (2008) var maí nokkuð óvenjulegur því hann var hretalaust með öllu, þannig að eftir því var sérstaklega tekið.

2007  gerði hret rétt fyrir hvítasunnu sérstaklega 24.-25. maí.  Reyndar var heil vika frekar köld um þetta leiti.

2006setti óvenjumikinn snjó niður í útsveitum norðanlands, mældist hann víða í tugum sentímetra.  Kom hann flestum gjörsamlega í opna skjöldu enda gróður kominn vel á veg.  Um þennan viðburð má lesa hér og hér.

2005 var í heild sinni kaldur um land allt.  Eilífar N-áttir og næturfrost.  Maí þetta ár var sá kaldasti á Akureyri í 10 ár.

2004 var kalt framan af, en síðan hlýnaði.  Nokkuð eðlileg vorframvinda það árið.

2003, þá var fyrsta vikan mjög köld, hálfgert vetrarveður á landinu einkum 2. til 4. Það hret kom í kjölfar eins  alhlýjast apríl mánaðar í sögu mælinga. 


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst