Mánudagspirringurinn
http://bjoval.hexia.net/f | Rebel | 13.01.2009 | 05:43 | Stefna ehf | Lestrar 253 | Athugasemdir ( )
Ég beið fyrir utan verslanir í Smáralind eftir konu minni
í dágóðan tíma um helgina. Á röltinu ákvað ég að skoða nöfn verslana á annarri hæðinni, svona til að
gera eitthvað. Ég fann aðeins tvær eða þrjár verslanir með íslenskum nöfnum, aðrar hétu erlendum nöfnum frá ýmsum
heimshornum. Hvernig ætli standi á því að íslenskir verslunareigendur láti fyrirtæki sín bera erlend nöfn í stað
íslenskra?Ég lét þetta pirra mig smávegis í bland við
annan pirring á meðan ég beið eftir því sem verða vildi þarna í Smáralind um helgina. En svo tók pirringurinn sig upp aftur í
dag þegar ég las um að opnuð hefði verið verslun á Bakkfirði, verslunin
Mónakó– MÓNAKÓ!!!! Sök sér að skjóta niður tuskubúð í Smáralind sem héti Mónakó en
á Bakkfirði, því séríslenska samfélagi, þar gengur það bara ekki upp. Hverskonar hugmyndadauði er það að finna ekkert
annað nafn á einu verslun Bakkafjarðar en MÓNAKÓ? Er ekkert í umhverfi Bakkafjarðar, kennileiti, staðarheiti í sögu staðarins eða
annað slíkt sem kom til greina? Ég er verulega pirraður út af þessu.
Myndin hér að ofan er frá Mónakó, þó ekki þeirri á Bakkafirði.
Myndin hér að ofan er frá Mónakó, þó ekki þeirri á Bakkafirði.
Athugasemdir