Merkilega hár hiti á hálendinu

Merkilega hár hiti á hálendinu Tók eftir ţví í morgun ađ á korti Veđurstofunnar kl.09 var hćstur hitinn á Sandbúđum á Sprengisandi  í 820 metra hćđ. 

Fréttir

Merkilega hár hiti á hálendinu

Höfundur Einar Sveinbjörnsson
Höfundur Einar Sveinbjörnsson
Tók eftir ţví í morgun ađ á korti Veđurstofunnar kl.09 var hćstur hitinn á Sandbúđum á Sprengisandi  í 820 metra hćđ.  Hitinn ţar var ţá 14°C og hćkkandi í sterku sólskininu.  Í gćr fór hitinn ţarna í tćpar 19 gráđur og eins var vel hlýtt í fyrradag.  Mér ţykir nokkuđ merkilegt ađ sjá hversu hlýtt er í sólskininu á hálendinu ţetta snemma sumars.  Viđ skulum athuga ađ ţađ er ekki nema 6. júní.  Vanalega er snjó enn ađ leysa í ţessari hćđ, klaki í jörđu er fram á sumariđ og geislar sólar fer ţá í leysinguna en ekki upphitun sandanna og ţar međ loftsins.  Sumarhlýinda er ţannig ekki ađ vćnta á hálendinu í venjulegu árferđi fyrr en í fyrsta lagi í lok júní og oftast ekki fyrr en komiđ er fram í júlí.
46121391 dscn6778.jpg
Sjá á tunglmynd (MODIS) frá ţví í gćr, 5. júní kl. 14 ađ snjó hefur ađ mestu tekiđ upp á hálendinu.  Ţađ er helst ađ sjá fyrningar svona úr lofti á Nýjabćarafrétt viđ Eyjafjarđarbotn og eins í Bleiksmýrarárdrögum ţar austur af. Ţarna er háslétta í um 800-1000 metra hćđ. Myndin tekur líka af allan vafa.  Bullandi bólstramyndun á Sprengisandi og Hofsafrétti norđan Hofsjökuls.  Bólstrarnir eru órćkur vitnisburđur um ţađ ađ jörđin hlýnar og varmi streymir upp í stađ ţess ađ brćđa ís og snjó.

Á Hveravöllum var einnig sérlega hlýtt í gćr eđa tćplega 16°C.  Ekki veit ég hvađ ţađ er í sögulegu samhengi, en hitinn hefur vissulega fariđ yfir 20 stigin í júní ţar, en vissulega alveg í lok mánađarins. Hins vegar er maímetiđ 15,7°C á Hveravöllum frá 27.maí 1977.  Ţađ ártal vekur upp ákveđin  hugrenningatengl ţví afar snjólétt ţótti á hálendinu veturinn 1976-1977 líkt og nýliđinn vetur.

Myndin af skálanum í Sandbúđum er fengin af síđu Jóns Skjaldar Karlssonar mótorhjólagarps og tekin á miđju sumri fyrir nokkrum árum.  


 


Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst