Merkilega hár hiti á hálendinu
Sjá á tunglmynd (MODIS) frá því í gær, 5. júní kl. 14 að snjó hefur að mestu tekið upp á hálendinu. Það er helst að sjá fyrningar svona úr lofti á Nýjabæarafrétt við Eyjafjarðarbotn og eins í Bleiksmýrarárdrögum þar austur af. Þarna er háslétta í um 800-1000 metra hæð. Myndin tekur líka af allan vafa. Bullandi bólstramyndun á Sprengisandi og Hofsafrétti norðan Hofsjökuls. Bólstrarnir eru órækur vitnisburður um það að jörðin hlýnar og varmi streymir upp í stað þess að bræða ís og snjó.
Á Hveravöllum var einnig sérlega hlýtt í gær eða tæplega 16°C. Ekki veit ég hvað það er í sögulegu samhengi, en hitinn hefur vissulega farið yfir 20 stigin í júní þar, en vissulega alveg í lok mánaðarins. Hins vegar er maímetið 15,7°C á Hveravöllum frá 27.maí 1977. Það ártal vekur upp ákveðin hugrenningatengl því afar snjólétt þótti á hálendinu veturinn 1976-1977 líkt og nýliðinn vetur.
Myndin af skálanum í Sandbúðum
er fengin af síðu Jóns Skjaldar Karlssonar
mótorhjólagarps og tekin á miðju sumri fyrir nokkrum árum.
Athugasemdir