Samfelld sigurganga

Samfelld sigurganga Sir Alex Ferguson er goðsögn í lifanda lífi í heimi knattspyrnunnar. Þessi mikli meistari fótboltans hefur unnið fleiri leiki,

Fréttir

Samfelld sigurganga

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason
Sir Alex Ferguson er goðsögn í lifanda lífi í heimi knattspyrnunnar. Þessi mikli meistari fótboltans hefur unnið fleiri leiki, fleiri titla og komið höndum yfir fleiri bikara af öllum stærðum og gerðum en aðrir geta látið sig dreyma um. Þessi sigursæli framkvæmdarstjóri er hvergi hættur og um helgina bætti hann enn einum titlinum í safnið og er með lið sitt Manchester United í keppni um alla þá þrjá titla sem í boði eru þetta tímabilið. Það er nokkuð víst að einhverjir þeirra munu falla honum og snillingunum í Manchester United í skaut sem endranær. Þessi ótrúlegi náungi hefur náð slíkum tökum á knattspyrnunni að líkist helst göldrum. Það er hægara sagt en gert að halda utan um titlasafn meistarans en eftir því sem ég best veit lítur það svona út:
/ferguson-raudur_1236031203015
12        Deildarmeistaratitlar (þar af 2 með Aberdeen)
9          Bikarmeistaratitlar (þar af 4 með Aberdeen)
8          Góðgerðarskildir
4          Deildarbikarameistaratitlar (þar af 1 með Aberdeen)
2          Evrópumeistaratitlar bikarhafa (þar af 1 með Aberdeen)
2          Evrópumeistaratitlar meistaraliða
2          Heimsmeistaratitill félagsliða
1          Meistaratitill evrópskra meistara – meistarar meistaranna
 

 

Samtals 40 titlar hjá þessum sigursælasta framkvæmdarstjóra enskrar knattspyrnusögu, Sir Alex Ferguson.


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst