Samfelld sigurganga
sksiglo.is | Rebel | 03.03.2009 | 16:42 | Robert | Lestrar 273 | Athugasemdir ( )
Sir
Alex Ferguson er goðsögn í lifanda lífi í heimi knattspyrnunnar. Þessi
mikli meistari fótboltans hefur unnið fleiri leiki, fleiri titla og
komið höndum yfir fleiri bikara af öllum stærðum og gerðum en aðrir
geta látið sig dreyma um. Þessi sigursæli framkvæmdarstjóri er hvergi
hættur og um helgina bætti hann enn einum titlinum í safnið og er með
lið sitt Manchester United í keppni um alla þá þrjá titla sem í boði
eru þetta tímabilið. Það
er nokkuð víst að einhverjir þeirra munu falla honum og snillingunum í
Manchester United í skaut sem endranær. Þessi ótrúlegi náungi hefur náð
slíkum tökum á knattspyrnunni að líkist helst göldrum. Það er hægara
sagt en gert að halda utan um titlasafn meistarans en eftir því sem ég
best veit lítur það svona út:
12 Deildarmeistaratitlar (þar af 2 með Aberdeen)
9 Bikarmeistaratitlar (þar af 4 með Aberdeen)
8 Góðgerðarskildir
4 Deildarbikarameistaratitlar (þar af 1 með Aberdeen)
2 Evrópumeistaratitlar bikarhafa (þar af 1 með Aberdeen)
2 Evrópumeistaratitlar meistaraliða
2 Heimsmeistaratitill félagsliða
1 Meistaratitill evrópskra meistara – meistarar meistaranna
9 Bikarmeistaratitlar (þar af 4 með Aberdeen)
8 Góðgerðarskildir
4 Deildarbikarameistaratitlar (þar af 1 með Aberdeen)
2 Evrópumeistaratitlar bikarhafa (þar af 1 með Aberdeen)
2 Evrópumeistaratitlar meistaraliða
2 Heimsmeistaratitill félagsliða
1 Meistaratitill evrópskra meistara – meistarar meistaranna
Samtals 40 titlar hjá þessum sigursælasta framkvæmdarstjóra enskrar knattspyrnusögu, Sir Alex Ferguson.
Athugasemdir