Stórskemmtilegur sveitamarkaður
toti7.123.is/# | Rebel | 05.09.2010 | 00:28 | Robert | Lestrar 484 | Athugasemdir ( )
Það er óhætt að segja að vel hafi tekist til með sveitamarkaðinn á
Steinaflötum í dag. Bæjarbúar fjölmenntu í þessari ótrúlegu blíðu sem er
hér í dag, og verður næstu daga, hitinn var 20-25 stig og ekki bærðist
hár á höfði.Vel á annað hundrað gestir mættu á svæðið og voru mjög ánægðir með
heimsóknina og hrifnir af framtakinu. Húsið er að verða hið
skemmtilegasta á að líta jafnt að innan sem utan, gamladags og
krúttlegt. Gestir fóru ekki tómhentir heim því það var ágætlega verslað
og ekki heldur með tóman maga því boðið var uppá kaffi og kræsingar af
ýmsu tagi. Krækiberjahlaupið mitt rann út og einnig snúðarnir hennar
Stínu sem bakaðir voru í morgun.
Athugasemdir