Stórskemmtilegur sveitamarkaður

Stórskemmtilegur sveitamarkaður Það er óhætt að segja að vel hafi tekist til með sveitamarkaðinn á Steinaflötum í dag. Bæjarbúar fjölmenntu í þessari

Fréttir

Stórskemmtilegur sveitamarkaður

Þórarinn hannesson
Þórarinn hannesson
Það er óhætt að segja að vel hafi tekist til með sveitamarkaðinn á Steinaflötum í dag. Bæjarbúar fjölmenntu í þessari ótrúlegu blíðu sem er hér í dag, og verður næstu daga, hitinn var 20-25 stig og ekki bærðist hár á höfði.Vel á annað hundrað gestir mættu á svæðið og voru mjög ánægðir með heimsóknina og hrifnir af framtakinu.  Húsið er að verða hið skemmtilegasta á að líta jafnt að innan sem utan, gamladags og krúttlegt. Gestir fóru ekki tómhentir heim því það var ágætlega verslað og ekki heldur með tóman maga því boðið var uppá kaffi og kræsingar af ýmsu tagi.  Krækiberjahlaupið mitt rann út og einnig snúðarnir hennar Stínu sem bakaðir voru í morgun.

Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst