Tveir dómar um gengistryggð lán

Tveir dómar um gengistryggð lán Nú liggja fyrir tveir andstæðir dómar um áþekk mál. þ.e. um lagalegt gildi þess að binda íslensk lán við gengi erlendra

Fréttir

Tveir dómar um gengistryggð lán

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason
Nú liggja fyrir tveir andstæðir dómar um áþekk mál. þ.e. um lagalegt gildi þess að binda íslensk lán við gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni. Fyrri dómurinn féll í byrjun desember 2009 þar sem talið var að fyrirkomulag þessara lána væri innan ramma laga en í gær var kveðinn upp annar dómur þar sem gengistryggð lán var sagt ólögleg. Hæstiréttur mun á endanum skera úr um lyktir þessa máls sem skiptir marga svo miklu máli.Fari svo að Hæstiréttur dæmi þessi lán ógild er ljóst að eitthvað mun þurfa að koma í staðin og verður gaman að sjá hverjar kröfur lánastofnana verða í því sambandi. Sömuleiðis hlýtur það að skipta máli hverjar kröfur lántakenda voru á þeim tíma sem lán voru tekin, þ.e. hvort þeir þá töldu hag sínum betur borgið með því að taka lána tengdum stöðu íslensku krónunna gagnvart öðrum miðlum. Hver er ábyrgð þeirra? Það eru ekki svo mörg ár (mánuðir) síðan það var talið hið mesta óráð, bæði af lánveitendum og lántakendum, að taka íslensk, verðtryggð lán þegar í boði var að taka þau á lágum vöxtum tryggð í erlendri mynt. Það verður ekki bæði haldið og sleppt.
En úr þessu verður að fást skorið með afgerandi hætti og það fyrr en seinna.

Athugasemdir

09.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst