Tveir gullmolar úr Kolaportinu

Tveir gullmolar úr Kolaportinu Ég brá mér í Kolaportið meðan ég stoppaði fyrir sunnan og náði mér í slatta af ljóðabókum í safnið, nema hvað, og auk þess

Fréttir

Tveir gullmolar úr Kolaportinu

Þórarinn Hannesson
Þórarinn Hannesson
Ég brá mér í Kolaportið meðan ég stoppaði fyrir sunnan og náði mér í slatta af ljóðabókum í safnið, nema hvað, og auk þess nokkrar hljómplötur með ljóðalestri og eða söng.  Þarna reyndust nokkrir gullmolar á ferð og ætla ég hér að nefna tvo.  Annar þeirra er ljóðabók eftir Jakob Thorarensen sem heitir Haustsnjóar og er gefin út 1942.  Þegar heim kom og ég fór að skoða gripinn nánar sá ég að hún er árituð af höfundi og er númer 59 af 75 tölusettum eintökum.  Hinn gullmolinn er á persónulegri nótunum.  Ein ljóðabókanna er eftir skáldkonu að nafni Lilja Björnsdóttir og var hún frá Þingeyri, hagmælt mjög og ljóðabók þessi hin áhugaverðasta.  Nokkur eftirmæli eru í bókinni og viti menn ein þeirra eru um langömmu mína, sem hét Bjarney Sveinbjörnsdóttir, en við húskveðju við kistu hennar voru skírð tvö barnabörn hennar.  Fallegt ljóð um góða konu.

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst