Samferða- Styrktar- og minningatónleikar

Samferða- Styrktar- og minningatónleikar Þriðjudaginn 30. mars kl. 20:30 verða haldnir styrktar og minningatónleikar fyrir fjölskyldu Valdimars og Jóns

Fréttir

Samferða- Styrktar- og minningatónleikar

Þriðjudaginn 30. mars kl. 20:30 verða haldnir styrktar og minningatónleikar fyrir fjölskyldu Valdimars og Jóns Þórs. Tónleikarnir verða í Fíladelfíu, Hátúni 2.  Ákveðið hefur verið að hafa beina útsendingu frá tónleikunum í Allanum á Siglufirði. Húsið opnar kl. 20:00 og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ekki verður rukkað inná tónleikana en tekið verður á móti frjálsum framlögum við inngang. Meðan á tónleikunum stendur ætlar Allinn að selja pizzusneiðar og gos þar sem öll salan rennur óskipt í minningarsjóðinn, þá verða einnig seldar 16" pizzur frá kl. 17:00 þar sem salan rennur öll í minningarsjóðinn.

"Allt sem safnast rennur óskipt til fjölskyldunnar"

Einnig er bent á styrktarreikning fjölskyldunnar fyrir þá sem vilja leggja málefninu lið, 0321-13-000033 , kennitala 070964-5039, Sævör Þorvarðardóttir móðir drengjanna er skráð fyrir reikningnum.
Flytjendur á tónleikunum eru: Bubbi Morthens, KK, hljómsveitin Thin Jim með Margréti Eir Hjartardóttur í fararbroddi, Rockabillybandið The 59'rs, tríóð Gospeltónar og Íris Guðmundsdóttir. Tónleikarnir bera yfirskriftina “Samferða” en tónleikakvöldið gefst fólki kostur á að vera samferða fjölskyldunni smá spöl.

Athugasemdir

13.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst