Sumarrennsli í Skarðinu
sksiglo.is | Viðburðir | 18.05.2014 | 00:00 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 713 | Athugasemdir ( )
Sumarrennsli verður haldið í Skarðinu þann 17.-18. maí þar sem áherlsa verður bæði lögð á bretta og skíðafjör.
Skarðsrennsli fer fram kl 13:00 og verður grillað á eftir.
Vegleg verðlaun fyrir 3 fyrstu
1. Verðlaun. Vetrarkort 2014-15 fyrir 5 manns. Út að borða á Kaffi Rauðku. Morgunverður í Aðalbakaríi
2. Verðlaun. Vetrarkort 2014-15 fyrir 4 manns. Pizza á Allanum
3. Verðlaun. Vetrarkort 2014-15 3 manns. Pizza á Torginu
Skarðsrennsli er 3 km braut sem byrjar í fjallaskarði (Hrólfsvallardalur) fyrir ofan Búngulyftu og niður Miðbakka og yfir T-lyftusvæðið
og til baka niður að Skíðaskála.
Vegleg verðlaun fyrir fyrstu 3, en tímataka fer fram með skeiðklukku. Bæði fyrir skíði og bretti.
Athugasemdir