Besti dagur ársins

Besti dagur ársins "Skólasetningardagur er besti dagur ársins, ekkert er skemmtilegra en fá nemendurna aftur, ţau eru allt of lengi í burtu!" segir Lára

Fréttir

Besti dagur ársins

Skólasetning í MTR
Skólasetning í MTR

"Skólasetningardagur er besti dagur ársins, ekkert er skemmtilegra en fá nemendurna aftur, þau eru allt of lengi í burtu!" segir Lára Stefánsdóttir skólastýra á fésbókarsíðu sinni en skólasetning var í MTR í gærdag.

Fimmta starfsár Menntaskólans á Tröllaskaga er hafið. Lára Stefánsdóttir, skólameistari setti skólann í Tjarnarborg í morgun. Hún hvatti nemendur til að finna fjársjóðinn í sjálfum sér og muna að þeir væru að mennta sig í eigin þágu til að geta átt gott og gæfuríkt líf.

Í dag eru skráðir 215 nemendur í skólann, 145 dagskólanemendur og 70 fjarnemar. Starfsmenn eru 24, langflestir í fullu starfi. Skólinn hefur verið fullsetinn í tvö ár. Aðeins tók tvö ár ná þeirri stærð sem reiknað hafði verið með við undirbúning að stofnun hans.

Mynd og texti www.mtr.is 


Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst