Okkar maður – okkar fólk!

Okkar maður – okkar fólk! Æfingar hafa staðið yfir að undanförnu hjá hljómsveitinni Tý og sönghópnum „Sex um borð“ - fyrir tónleika til heiðurs Gylfa

Fréttir

Okkar maður – okkar fólk!

Sönghópurinn „Sex um borð“
Sönghópurinn „Sex um borð“

Æfingar hafa staðið yfir að undanförnu hjá hljómsveitinni Tý og sönghópnum „Sex um borð“ - fyrir tónleika til heiðurs Gylfa Ægissyni sem verða haldnir í Bátahúsinu á laugardaginn kemur. Okkar fólk ber uppi söng og hljóðfæraslátt og er það enginn annar en Stúlli, stundum kallaður „Ingimar Eydal“ Siglufjarðar, sem er listrænn stórnandi tónleikanna. Sjálfur heiðursgesturinn, hinn mikilvirki laga- og textasmiður, Gylfi Ægis, mun verða sögumaður, segja frá ýmsu í tengslum við músíkina og hvernig hún varð til – og taka aðeins lagið.
Nafn sönghópsins hefur vakið athygli en það skal tekið fram að þarna er ekkert um annað að ræða en söngvararnir eru sex að tölu um borð í Tý. Það eru þau Bjössi Sveins, Finni Hauks, Mundý Bjarna, Danni Pétur, Steini Sveins og Tóti.
Hljómsveitina skipa auk Stúlla, Maggi Ólafs á gítar og Dúi Ben sem leikur á trommur og raddbönd í stöku lagi.
Nú svo má geta þess að vel fer á því að stuttmynd um Gústa guðsmann verður frumsýnd í byrjun tónleikanna því það var einmitt Gylfi Ægis sem gerði þá gömlu kempu landsfræga með samnefndu lagi. Myndin er rúmar sex mínútur að lengd, unnin af Dúa Landmark kvikmyndagerðarmanni í samvinnu við Síldarminjasafnið og nokkra aðila.


Athugasemdir

23.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst