SÍLDARÆVINTÝRI 2017 - DAGSKRÁ ..... og gamlar myndir

SÍLDARÆVINTÝRI 2017 - DAGSKRÁ ..... og gamlar myndir Margir þjónustuaðilar verða með eitthvað skemmtilegt í boði þessa daga. Í gangi verður útigrill ef

Fréttir

SÍLDARÆVINTÝRI 2017 - DAGSKRÁ ..... og gamlar myndir

Dagskrá 1991, ljósmyndari: G. Fanndal
Dagskrá 1991, ljósmyndari: G. Fanndal

Margir þjónustuaðilar verða með eitthvað skemmtilegt í boði þessa daga. Í gangi verður útigrill ef veður leifir, hægt er að fara í fatbike ferðir alla daga og magadans námskeið verður í gangi á föstudeginum. Leiksvæði Rauðku er opið alla daga 10-22 þar sem eru rennibrautir, minígolf og strandblak ásamt frábærum sandkassa með gulum strandsandi. Í Alþýðuhúsinu verður listasmiðja fyrir börn og aðstandendur ásamt því að listasýning og gjörningur verður á svæðinu. Þá verður söltunarsýning hjá Síldarminjasafninu á laugardeginum og hægt að fara í bátsferð á rib bát á sunnudeginum svo fátt eitt sé nefnt.

ljósmyndasögusafnið Saga Fotografica er opið alla daga frá kl: 13:00 - 16:00. Ókeypis aðgangur

 

 ljósmyndari: Guðný Ósk Friðriksdóttir.
Fílapenslanir skemmta á fimmtudagskvöldinu ásamt hljómsveitinni Stormar.

 ljósmyndari: Gestur Fanndal. Skemmtun á Torginu.

 ljósmyndari: Gestur Fanndal. Sölutjöld KS og Skíðafélagsins og fl.

 ljósmyndari: Gestur Fanndal. Sölutjald litla Billanns.

 ljósmyndari: Gestur Fanndal. Bryggjuveiðikeppni.

 ljósmyndari: Gestur Fanndal. Ungir drengir spila og syngja fyrir utan Fiskbúðina.

 ljósmyndari: Gestur Fanndal. Teikningar eftir Braga Magnússon.

Lifið heil og góða skemmtun
Jón Ólafur Björgvinsson
(Nonni Björgvins)

(Myndir birtar með leyfi frá Ljósmyndasafni Siglufjarðar)


Athugasemdir

21.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst