SÍLDARÆVINTÝRI 2017 - DAGSKRÁ ..... og gamlar myndir
Margir þjónustuaðilar verða með eitthvað skemmtilegt í boði þessa daga. Í gangi verður útigrill ef veður leifir, hægt er að fara í fatbike ferðir alla daga og magadans námskeið verður í gangi á föstudeginum. Leiksvæði Rauðku er opið alla daga 10-22 þar sem eru rennibrautir, minígolf og strandblak ásamt frábærum sandkassa með gulum strandsandi. Í Alþýðuhúsinu verður listasmiðja fyrir börn og aðstandendur ásamt því að listasýning og gjörningur verður á svæðinu. Þá verður söltunarsýning hjá Síldarminjasafninu á laugardeginum og hægt að fara í bátsferð á rib bát á sunnudeginum svo fátt eitt sé nefnt.
ljósmyndasögusafnið Saga Fotografica er opið alla daga frá kl: 13:00 - 16:00. Ókeypis aðgangur
ljósmyndari: Guðný Ósk Friðriksdóttir.
Fílapenslanir skemmta á fimmtudagskvöldinu ásamt hljómsveitinni Stormar.
ljósmyndari: Gestur Fanndal. Skemmtun á Torginu.
ljósmyndari: Gestur Fanndal. Sölutjöld KS og Skíðafélagsins og fl.
ljósmyndari: Gestur Fanndal. Sölutjald litla Billanns.
ljósmyndari: Gestur Fanndal. Bryggjuveiðikeppni.
ljósmyndari: Gestur Fanndal. Ungir drengir spila og syngja fyrir utan Fiskbúðina.
ljósmyndari: Gestur Fanndal. Teikningar eftir Braga Magnússon.
Lifið heil og góða skemmtun
Jón Ólafur Björgvinsson
(Nonni Björgvins)
(Myndir birtar með leyfi frá Ljósmyndasafni Siglufjarðar)
Athugasemdir