Stærsta skemmtiferðaskipið til þessa!

Stærsta skemmtiferðaskipið til þessa! Þriðjudaginn 30. júlí verður líflegt um að litast á Siglufirði. Skemmtiferðaskipið Voyager leggur að bryggju kl.

Fréttir

Stærsta skemmtiferðaskipið til þessa!

mv Voyager - verður á Siglufirði á þriðjudag
mv Voyager - verður á Siglufirði á þriðjudag

Þriðjudaginn 30. júlí verður líflegt um að litast á Siglufirði. Skemmtiferðaskipið Voyager leggur að bryggju kl. 8:00 og munu 550 belgískir farþegar eyða deginum á Siglufirði. Þeim til viðbótar eru yfir 200 áhafnarmeðlimir um borð – svo gera má ráð fyrir tæplega 800 manns á ferð um bæinn á þriðjudag, til viðbótar við aðra daglega ferðamenn! Skipið stoppar lengur en mörg önnur og verður hér fram til kl. 16:00.
Gestirnir verða í höfn í átta klukkustundir – sumir heimsækja Síldarminjasafnið, en aðrir ekki – en ljóst er að allir gestir munu hafa mjög rúman tíma til þess að ganga um bæinn og skoða staðinn.

Listamenn, gallerí og vinnustofur eru því sérstaklega hvattar til að hafa opið hjá sér nk. þriðjudag – ekki spillir fyrir að hafa opnar dyr, eða skilti á stéttinni, til þess að draga gestina enn frekar að.
Skipið er að öllum líkindum eitt það allra stærsta sem nokkurn tíma hefur lagst að bryggju á Siglufirði, en það telur rúmlega 15.000 tonn og er 153 metrar á lengd. Skipið er hið allra glæsilegasta og má sjá myndir og frekari upplýsingar hér: http://www.voyagesofdiscovery.co.uk/ship.php?ship_id=897


Athugasemdir

12.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst