STÓRKOSTLEG SKEMMTUN SÆTABRAUÐSDRENGJA
Þetta var svolítið óvænt upplifun en guð minn góður hvað þetta skemmtilegt frá fyrstu mínútu og alveg þangað til að búið var að klappa þá upp þrisvar sinnum.
Það sem var svo óvænt var að þarna stóðu fjórir sprenglærðir, þekktir óperusöngvarar í kjólfötum með slaufu og alles og svo byrja þeir að syngja skemmtilegar og frábærlega velútsettar dægurlagaperlur og með söng, gleði, látbragðsleik og húmor hrifu þeir alla í kirkjunni upp úr skónum.
Maður vildi helst öskra, BRAVÓ, BRAVISÍMÓ, FANTASTIKÓ, MAGNÍFÍKÓ en af því að þessir tónleikar fóru fram í kirkju reyndi fólk að halda aftur af sér, en það var oft erfitt.
Hlöðver Sigurðsson spilaði á heimavelli og hann fór á kostum með einstökum söng, gleði og gríni. Enginn skuggi skal falla á hina þrjá en Hlöðver kom, sá og sigraði Sigurjón Digra þetta kvöld.
Ekki má gleyma snillingnum Halldóri Smárasyni sem bæði útsetur og leikur á píanó. Stórkostlega vel gert.
Hér fyrir neðan koma nokkra myndir frá þessari frábæru skemmtun.
Hlöðver Sigurðsson, okkar heimamaður kom, sá og sigraði þetta kvöld.
Grín og gleði í öllum lögum.
Meðlimir Sætabrauðsdrengja eru:
Gissur Páll Gissurarson, Bergþór Pálsson, Viðar Gunnarsson, og heimamaðurinn Hlöðver Sigurðsson
Snillingurinn hann Halldór Smárason spilaði líka létta jazztónlist fyrir gestina sem komu snemma.
Myndir og texti:
Jón Ólafur Björgvinsson
Fréttasími: 842-0089
Athugasemdir