Matgæðingur vikunnar

Matgæðingur vikunnar Matgæðingar vikunnar eru hjónin Ásdís og Örnólfur (Ásdís Magnúsdóttir & Örnólfur Ásmundsson)

Fréttir

Matgæðingur vikunnar

Örnólfur & Ásdís
Örnólfur & Ásdís

Matgæðingar vikunnar eru hjónin Ásdís og Örnólfur (Ásdís Magnúsdóttir & Örnólfur Ásmundsson)

Þar sem fiskur er í miklu uppáhaldi hjá okkur (a.m.k öðru okkar) varð þessi fiskréttur fyrir valinu.

Við sendum boltann til baka í norðurbæinn til hjónanna Laugu og Elmars.

Með bestu kveðju,
Ásdís og Örnólfur.
 
Pönnufiskur

½ blaðlaukur
1 laukur 
1 ½ msk matarolía 
200 gr. sveppir
1 dl. vatn
1 dl. matreiðslurjómi (eða rjómi)
100 g rjómaostur
1 ½ tsk. nautakjötskraftur
1  tsk. salt
1 tsk. karrí
½ tsk pipar
½ tsk. paprikuduft
800 g fiskflök (ýsa eða þoskur).

Hreinsið blaðlaukinn og skerið hann í þunnar sneiðar.  Saxið laukinn. Mýkið hvoru tveggja á pönnu í olíu.
Hreinsið sveppina og skerið þá í sneiðar, bætið þeim á pönnuna og látið þá krauma aðeins með lauknum.
Hellið vatninu og  rjómanum á pönnuna og leysið rjómaostinn upp í vökvanum.
Bætið nautakjötskraftinum út í og hrærið öllu vel saman.
Blandið saltinu, karríinu, piparnum og paprikuduftinu saman í skál.
Hreinsið fiskinn, skerið hann í sneiðar, setjið fiskstykkin á pönnuna ofan í sósuna og dreifið kryddblöndunni yfir.
Setjið lok á pönnuna og látið suðuna koma upp, slökkvið þá undir og leyfið pönnunni að standa á heitri hellunni stutta stund.

Berið fram á pönnunni ásamt soðnum hrísgrjónum og grænmetissalati.


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst