Genis hf setur upp lyfjaverksmiðju á Siglufirði.

Genis hf setur upp lyfjaverksmiðju á Siglufirði. Lyfjaþróunar fyrirtækið Genis hf kynnti á fundi í Kaffi Rauðku í gær áform sín um að setja upp verksmiðju

Fréttir

Genis hf setur upp lyfjaverksmiðju á Siglufirði.

Verksmiðja Genis hf
Verksmiðja Genis hf
Lyfjaþróunar fyrirtækið Genis hf kynnti á fundi í Kaffi Rauðku í gær áform sín um að setja upp verksmiðju á Siglufirði til framleiðslu á afurðum sínum.
Núverandi eigendur Hólshyrna ehf og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins keyptu fyrir sjö árum ransóknar og þróunardeild fyrirtækisins Primex ehf.
Rannsóknarsetur  Genis hf er í Reykjavík. Þar starfa þrír vísindamenn við rannsóknir á fásykrungum unnum úr rækjuskel.  Allar stærri rannsóknir félagsins eru úthýstar til rannsóknarfyrirtækja um allan heim.
Tveir vöruflokkar hafa verið þróaðir hjá Genis hf. Lyf til inntöku sem að vinnur á sjúkdómum sem að eiga uppruna sinn í bólgum í líkamanum.
Seinni vöruflokkurinn er beinfyllingarefni sem að örvar vöxt beinfruma.
Framtíðar starfsemi félagsins mun verða í því húsnæði við smábátahöfnina þar sem að bátasmiðjan Siglufjarðar Seigur er nú til húsa.
Miklar breytingar verða gerðar á útliti hússins til að aðlaga það að byggingum í nágrenninu.
Starfsemi félagsins mun fara hægt af stað en áætlað er að framleiðsla byrji fyrrihluta næsta árs,  Reiknað er með að um tíu starfsmenn vinni við verksmiðjuna til að byrja með.
Á aðalfundi félagins í gær var ákveðið að auka hlutafé félagsins um fimm hundruð milljónir króna til að fjármagna uppbyggingu á framleiðslueiningunni og til frekari rannsókna.



Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst