Nýr Norðlenskur Banki?
sksiglo.is | Frétta yfirflokkur | 05.01.2009 | 20:27 | | Lestrar 502 | Athugasemdir ( )
Ríkisútvarpið var með frétt í dag um stofnun nýs norðlensks banka. Í fréttinni kom fram að um væri að ræða
víðtæka sameiningu sparisjóða á norðurlandi með aðkomu Saga Capital og hugsanlega Kaupfélags Eyfirðinga og Kaupfélags
Skagfirðinga.
Siglo.is hafði samband við Ólaf Jónsson hjá Sparisjóði Siglufjarðar til að fá staðfestingu á viðkomandi frétt. Ólafur sagðist ekki hafa heyrt fréttina og ekki kannast við fyrirhugaða stofnun á nýjum banka undir forystu Saga Capital. Að sögn Ólafs þá eru Sparisjóðirnir eins og aðrar fjármálastofnanir að endurskoða rekstur sinn og framtíð.
Siglo.is hafði samband við Ólaf Jónsson hjá Sparisjóði Siglufjarðar til að fá staðfestingu á viðkomandi frétt. Ólafur sagðist ekki hafa heyrt fréttina og ekki kannast við fyrirhugaða stofnun á nýjum banka undir forystu Saga Capital. Að sögn Ólafs þá eru Sparisjóðirnir eins og aðrar fjármálastofnanir að endurskoða rekstur sinn og framtíð.
Athugasemdir