Slitþolin möl til malbikunar
sksiglo.is | Frétta yfirflokkur | 13.07.2009 | 19:07 | | Lestrar 529 | Athugasemdir ( )
Flutningaskipið Helena lagðist að Óskarsbryggju á Siglufirði í kvöld um klukkan 19:00. Skipið er fulllestað sérstakri slitþolinni malartegund sem notuð verður í malbikunarblöndu á þjóðveginn frá norðurenda Lageyrarvegar allt inn í og gegn um Héðinsfjarðargöng og inn í Héðinsfjörð. Áætlað er að það verk hefjist nú seinnipart ágústmánaðar.
Þetta er farmur númer 2 af fleirum sem eiga eftir að koma til verksins. Fyrsti farmurinn kom til Siglufjarðar á síðastliðnu ári.
Myndin var tekin klukkan 18:50 er fyrstu landfestar voru komnar á polla.
Á myndinni sjást risastórir efnisflutningabílar og vinnuvélar bíða eftir að uppskipun hefst.
Þetta er farmur númer 2 af fleirum sem eiga eftir að koma til verksins. Fyrsti farmurinn kom til Siglufjarðar á síðastliðnu ári.
Myndin var tekin klukkan 18:50 er fyrstu landfestar voru komnar á polla.
Á myndinni sjást risastórir efnisflutningabílar og vinnuvélar bíða eftir að uppskipun hefst.
Athugasemdir