Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing

Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing „Ég ætla að sækjast eftir öðru sætinu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Mér finnst ég hafa

Fréttir

Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing

Tryggvi Þór Herbertsson  Ljósm. mbl
Tryggvi Þór Herbertsson Ljósm. mbl
„Ég ætla að sækjast eftir öðru sætinu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Mér finnst ég hafa eitthvað fram að færa og eins og ástandið er núna hér á Íslandi þá held ég að ég hafi eitthvað fram að færa,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson prófessor í hagfræði.

Tryggvi Þór Herbertsson hefur ekki tekið þátt pólitísku starfi áður. Hann var nýlega ráðinn prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Áður var Tryggvi efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, forstjóri Askar Capital og forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

„Þessi ákvörðun um framboð á rætur sínar að rekja til þess að það er leitað til mín. Þá hafa margir haft samband og lýst yfir stuðningi við mig þannig að hljómgrunnurinn fyrir mínu framboði sýnist mér ágætur. Ég renni því ekki alveg blint í sjóinn. En það er gott fólk fyrir á lista þannig að þetta verður barátta. Næstu þrjár vikur snúast um það að sannfæra fólk um að ég hafi eitthvað framyfir það ágæta fólk. Ákvörðunin tónar líka ágætlega við það sem sem fólk hefur verið að óska eftir, annars vegar endurnýjun og hins vegar að inn á framboðslista veljist fólk sem kemur ekki eingöngu úr flokksstarfinu heldur fagfólk með reynslu úr atvinnulífinu,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson.


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst