Álftirnar okkar.

Álftirnar okkar. Þær eru að vísu aðeins tvær álftirnar sem tekið hafa sér fasta bólsetu á Siglufirði, þó svo að annað slagið sjáist fleiri álftir í stórum

Fréttir

Álftirnar okkar.

Álftin á hreiði sínu
Álftin á hreiði sínu
Þær eru að vísu aðeins tvær álftirnar sem tekið hafa sér fasta bólsetu á Siglufirði, þó svo að annað slagið sjáist fleiri álftir í stórum og smærri hópum fuglar sem staldra stutt við hverju sinni.

Undanfarna daga hafa álftirnar okkar verið að plokka gras og gróður í hreiður sitt á Hólmanum í Langeyrartjörn, stundum hefur karlinn hjálpað til en oftar en ekki hefur kerlingin stundað þá vinnu betur.
Það er víðar en á heimilum mannfólksins sem konurnar eru duglegri við heimilisstörfin (svona almennt) Nú er líklegt að varptími álftarinnar sé hafinn og kvenfuglinn farinn að setja sem fastast á hreiðrinu.

Flestir vorfuglarnir sem vanir eru að heimsækja Siglufjörð eru nú  mættir og nokkrar tegundirnar farnar að sinna frjóvgunartímabilinu.

Svo voru á mýrunum sunnan Langeyrartjarnar þessar tvær gæsir í heimsókn, en þær voru í gríð og er erg að afla sér fæðu vestast á svæðinu og virtust hafa nóg til átu.
Kannski þær fari að huga að hreiðurstæði í firðinum, hver veit, það væri góð viðbót í flóruna.

Þessar myndir voru teknar í dag eftir hádegið

Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst