Breytingar við rauða húsið hjá Rauðku.
Breytingarnar á rauða húsinu hjá Rauðku ganga vel, og er áætlað að opna fyrir sumarið. Í suðurhluta hússins verður kaffihús og bar en í norðurhluta þess verður stór veislusalur. Og verður það góð viðbót við ferðaþjónustuna í bænum.
Nú er unnið hörðum höndum við að klára þak hússins og hefur bitum fyrir milliloft þess einnig verið komið fyrir. Á næstu vikum er síðan stefnt að því að steypa gólfið en eins og Sigló.is fjallaði um í sumar þá var húsið hækkað um 50 sentímetra vegna flóðahættu, gólfið þarf því sömuleiðis að hækka.
Alls vinna nú níu menn við breytingarnar ásamt mönnum frá öðrum fyrirtækjum svo sem rafvirkjar, píparar og fleiri.
Athugasemdir