Fuglalíf og vegaframkvæmdir.
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 06.08.2009 | 10:00 | | Lestrar 310 | Athugasemdir ( )
Lítið hefur farið fyrir fuglaskoðun sumra áhugamanna á Siglufirði í sumar, það er þar sem lífið er blómlegast öllu jöfnu á þessum árstíma sitthvoru megin við Langeyrartjörn og handan fjarðarins.
Orsökin er einföld, vegagerð og undirbúningur fyrir malbikun Langeyrarvegar hefur staðið yfir meirihluta sumarsins og umferð þar um eðlilega ekki heimiluð, en það breytist væntanlega eftir næstkomandi helgi þegar malbikun sem þá hefst verður lokið.
Á meðan hafa þeir sem nauðsynlega hafa þurft fram á fjörð, orðið að fara gamla Fjarðarveginn sem ekki hefur verið mjög fýsilegur yfirferðar í sumar, og því færri farið þá leið en venjulega.
Álftirnar tvær sem komu upp ungum í sumar hafa forðast vélagnýinn og verið lítið áberandi.
Í gærdag sást þó til þeirra þar sem þær voru ásamt ungum sínum 5 (voru sex) greinilega í góðu æti austur af norðurenda gömlu flugbrautarinnar.
Orsökin er einföld, vegagerð og undirbúningur fyrir malbikun Langeyrarvegar hefur staðið yfir meirihluta sumarsins og umferð þar um eðlilega ekki heimiluð, en það breytist væntanlega eftir næstkomandi helgi þegar malbikun sem þá hefst verður lokið.
Á meðan hafa þeir sem nauðsynlega hafa þurft fram á fjörð, orðið að fara gamla Fjarðarveginn sem ekki hefur verið mjög fýsilegur yfirferðar í sumar, og því færri farið þá leið en venjulega.
Álftirnar tvær sem komu upp ungum í sumar hafa forðast vélagnýinn og verið lítið áberandi.
Í gærdag sást þó til þeirra þar sem þær voru ásamt ungum sínum 5 (voru sex) greinilega í góðu æti austur af norðurenda gömlu flugbrautarinnar.
Athugasemdir