Gólfið tilbúið hjá Rauðku
www.raudka.is | Norðlenskar fréttir | 04.03.2011 | 15:43 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 1544 | Athugasemdir ( )
Mikið gekk á í Rauða húsinu síðastliðinn föstudagi þegar Rauðka, Bás og félagarnir úr Mynstursteypu G. Sölva
mættu til leiks og rigguðu niður gólfplötu á met tíma.
Ákveðið var að fara þá leið í Rauða húsinu að mynstursteypa gólfið. Verður það því viðhaldsfrítt og, það sem betra er, fulltilbúið eftir helgi. Gólfið, sem er 370 fermetrar að grunnfleti er hið glæsilegasta eftir stimplun, í dag var gólfið síðan lakkað og er því fulltilbúið að lokinni þornun.
Samkvæmt starfsmönnum Grétars Sölva er þetta eitt stærsta gólf sem hefur verið mynstursteypt á Íslandi. Óreglulegt mynstur og grár tónn einkennir gólfið sem þeir félagar steyptu á einungis 5 klukkustundum án teljandi vandræða. Steypuvinnu var lokið klukkan 14:00 en mynstrun síðan ekki fyrr en klukkan 22.
Básarar mættir með dæluna
Oddi einangrar undir steypuna
Siggi við suðuna
Hörður framkvæmdastjóri heldur aga á liðinu
G. sölva hefst handa
Dregið yfir gólfhitann hans Grétars
Klukkan orðin 12:00 og aðeins eftir að steypa gólf kaffihússins.
Slétt og fínt, gólfplatan komin niður fyrir klukkan 14:00
Mynstrið vandlega stimplað
10 fermetrar búnir, ekki nema rýflega 300 eftir.
Ákveðið var að fara þá leið í Rauða húsinu að mynstursteypa gólfið. Verður það því viðhaldsfrítt og, það sem betra er, fulltilbúið eftir helgi. Gólfið, sem er 370 fermetrar að grunnfleti er hið glæsilegasta eftir stimplun, í dag var gólfið síðan lakkað og er því fulltilbúið að lokinni þornun.
Samkvæmt starfsmönnum Grétars Sölva er þetta eitt stærsta gólf sem hefur verið mynstursteypt á Íslandi. Óreglulegt mynstur og grár tónn einkennir gólfið sem þeir félagar steyptu á einungis 5 klukkustundum án teljandi vandræða. Steypuvinnu var lokið klukkan 14:00 en mynstrun síðan ekki fyrr en klukkan 22.
Básarar mættir með dæluna
Oddi einangrar undir steypuna
Siggi við suðuna
Hörður framkvæmdastjóri heldur aga á liðinu
G. sölva hefst handa
Dregið yfir gólfhitann hans Grétars
Klukkan orðin 12:00 og aðeins eftir að steypa gólf kaffihússins.
Slétt og fínt, gólfplatan komin niður fyrir klukkan 14:00
Mynstrið vandlega stimplað
10 fermetrar búnir, ekki nema rýflega 300 eftir.
Athugasemdir