Hátíðarbær
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 11.08.2010 | 11:00 | Bergþór Morthens | Lestrar 379 | Athugasemdir ( )
Berjadagar hefjast í Ólafsfirði föstudaginn 20. ágúst og er þetta síðasta sumarhátíðin í Fjallabyggð. Yfir sumarmánuðina er svo sannarlega nóg í boði, bæði á Siglufirði og Ólafsfirði og geta allir fundið sér eitthvað við sitt hæfi.
Með tilkomu Héðinsfjarðarganga má í raun og veru segja að íbúar Fjallabyggðar geti valið úr hátíðum. Hverja einustu helgi er eitthvað í gangi og verður skipulögð dagskrá nánast allar helgar sumarsins.
Næstkomandi sumar lítur nokkurnvegin svona út og verður lítið mál að skreppa á milli bæjarhluta í gegnum göngin og njóta alls þess sem í boði er :
Sjómannadagshátíð í Ólafsfirði, Jónsmessuhátíð á Siglufirði,Blúshátíð í Ólafsfirði,Þjóðlagahátíð á Siglufirði,Nikulásarmót í Ólafsfirði, Síldarævintýri á Siglufirði Pæjumótið á Siglufirði,Berjadagar í Ólafsfirði.
Sannarlega margt spennandi í boði og svo eru að sjálfsögðu alltaf minni viðburðir í gangi eins og td. tónleikar, listviðburðir og margt fleira.
Með tilkomu Héðinsfjarðarganga má í raun og veru segja að íbúar Fjallabyggðar geti valið úr hátíðum. Hverja einustu helgi er eitthvað í gangi og verður skipulögð dagskrá nánast allar helgar sumarsins.
Næstkomandi sumar lítur nokkurnvegin svona út og verður lítið mál að skreppa á milli bæjarhluta í gegnum göngin og njóta alls þess sem í boði er :
Sjómannadagshátíð í Ólafsfirði, Jónsmessuhátíð á Siglufirði,Blúshátíð í Ólafsfirði,Þjóðlagahátíð á Siglufirði,Nikulásarmót í Ólafsfirði, Síldarævintýri á Siglufirði Pæjumótið á Siglufirði,Berjadagar í Ólafsfirði.
Sannarlega margt spennandi í boði og svo eru að sjálfsögðu alltaf minni viðburðir í gangi eins og td. tónleikar, listviðburðir og margt fleira.
Athugasemdir