Hátíðarbær

Hátíðarbær Berjadagar hefjast í Ólafsfirði  föstudaginn 20. ágúst og er þetta síðasta sumarhátíðin í Fjallabyggð. Yfir sumarmánuðina er svo sannarlega nóg

Fréttir

Hátíðarbær

Berjadagar: Mynd tekin af heimasíðu Fjallabyggðar.
Berjadagar: Mynd tekin af heimasíðu Fjallabyggðar.
Berjadagar hefjast í Ólafsfirði  föstudaginn 20. ágúst og er þetta síðasta sumarhátíðin í Fjallabyggð. Yfir sumarmánuðina er svo sannarlega nóg í boði, bæði á Siglufirði og Ólafsfirði og geta allir fundið sér eitthvað við sitt hæfi.



Með tilkomu Héðinsfjarðarganga má í raun og veru segja að íbúar Fjallabyggðar geti valið úr hátíðum. Hverja einustu helgi er eitthvað í gangi og verður skipulögð dagskrá nánast allar helgar sumarsins.

Næstkomandi sumar lítur nokkurnvegin svona út og verður lítið mál að skreppa á milli bæjarhluta í gegnum göngin og njóta alls þess sem í boði er :

Sjómannadagshátíð í Ólafsfirði, Jónsmessuhátíð á Siglufirði,Blúshátíð í Ólafsfirði,Þjóðlagahátíð á Siglufirði,Nikulásarmót í Ólafsfirði, Síldarævintýri á Siglufirði Pæjumótið á Siglufirði,Berjadagar í Ólafsfirði.

Sannarlega margt spennandi í boði og svo eru að sjálfsögðu alltaf minni viðburðir í gangi eins og td. tónleikar, listviðburðir og margt fleira.



Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst