Hjartanæm gjöf frá Rauða krossinum
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 25.05.2009 | 23:00 | | Lestrar 587 | Athugasemdir ( )
Í dag fékk Íþróttamiðstöð Siglufjarðar hjartastuðtæki að gjöf frá Siglufjarðardeild Rauðakrossins.
Deildin vill með þessu móti stuðla að bættu öryggi þeirra sem stunda líkamsrækt.
Hjartastuðtæki geta skipt sköpum þegar bregðast þarf við á vettvangi áður en sjúkrabíll kemur á staðinn. Tækið er mjög einfalt og auðvelt í notkun og getur hver sá sem hlotið hefur lágmarks kennslu notað hjartastuðtæki til bjargar mannslífi.
Á næstu dögum mun starfsfólkið fá þjálfun í notkun tækisins og einnig verður farið í skyndihjálp.
Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar hvetur Siglfirðinga til þess að koma og njóta þess að hreyfa sig í sundi og í líkamsræktinni og slaka á í pottinum góða. Því góð hreyfing er alltaf til bóta fyrir sál og líkama.
Mark Duffield forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar, vill fyrir hönd Íþrótta-miðstöðvarinnar koma til skila innilegu þakklæti til stjórnar Rauðkrossdeildarinnar á Siglufirði, fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
Mark Duffíeld og Ólafur Sigurðsson
Mark Duffield þakkar fyrir höfðinglega gjöf.
Mark forstöðumaður og Ásta starfsmaður ásamt stjórn Rauðkrossdeildarinnar; Margrét, Mundína, Guðrún, Steinar og Ólafur
..
Deildin vill með þessu móti stuðla að bættu öryggi þeirra sem stunda líkamsrækt.
Hjartastuðtæki geta skipt sköpum þegar bregðast þarf við á vettvangi áður en sjúkrabíll kemur á staðinn. Tækið er mjög einfalt og auðvelt í notkun og getur hver sá sem hlotið hefur lágmarks kennslu notað hjartastuðtæki til bjargar mannslífi.
Á næstu dögum mun starfsfólkið fá þjálfun í notkun tækisins og einnig verður farið í skyndihjálp.
Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar hvetur Siglfirðinga til þess að koma og njóta þess að hreyfa sig í sundi og í líkamsræktinni og slaka á í pottinum góða. Því góð hreyfing er alltaf til bóta fyrir sál og líkama.
Mark Duffield forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar, vill fyrir hönd Íþrótta-miðstöðvarinnar koma til skila innilegu þakklæti til stjórnar Rauðkrossdeildarinnar á Siglufirði, fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
Mark Duffíeld og Ólafur Sigurðsson
Mark Duffield þakkar fyrir höfðinglega gjöf.
Mark forstöðumaður og Ásta starfsmaður ásamt stjórn Rauðkrossdeildarinnar; Margrét, Mundína, Guðrún, Steinar og Ólafur
..
Athugasemdir