Konur fyrir konur

Konur fyrir konur Í kvöld kl. 20.30 verða haldnir kammertónleikar í Hofi. Fram koma norðlenskar listakonur, sem flytja tónlist og ljóð eftir konur.

Fréttir

Konur fyrir konur

Ljósmynd: Hof menningarhús
Ljósmynd: Hof menningarhús
Í kvöld kl. 20.30 verða haldnir kammertónleikar í Hofi. Fram koma norðlenskar listakonur, sem flytja tónlist og ljóð eftir konur.

Allur aðgangseyrir tónleikanna rennur óskiptur til Krabbameinsfélags Íslands, Bleiku slaufunnar.

Siglfirðingar eiga einn fulltrúa á þessum tónleikum en Guðrún Ingimundardóttir (Rúna í tónskólanum) er annar höfundur verksins.

Að tónleikunum stendur Trio Colore, sem skipað er Ásdísi Arnardóttur selló, Láru Sóleyju Jóhannsdóttur, fiðlu og Petreu Óskardóttur, þverflautu. Tríóið munu frumflytja tvö íslensk verk sem samin hafa verið sérstaklega að þessu tilefni. Höfundar verkanna eru Hildigunnur Rúnarsdóttir og Guðrún Ingimundardóttir.

Auk Trio Colore koma fram Eyrún Unnarsdóttir, mezzosópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari.

Um kynningar og ljóðalestur sér leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir.

Miðaverð er kr. 2500




Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst