Kvennafrí
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 26.10.2010 | 07:30 | Bergþór Morthens | Lestrar 738 | Athugasemdir ( )
Konur víða um hald lögðu niður vinnu klukkan 14:25, mánudaginn 25.
október. Er þetta í fjórða skipti, sem íslenskar konur leggja niður
vinnu frá árinu 1975 til að leggja áherslu á kröfur.
Siglfirskar konur létu sitt ekki eftir liggja og lögðu niður störf sín klukkan 14.25, en samkvæmt rannsóknum á launamismun kynjanna hafa konur þá lokið vinnudegi sínum, í samanburði við karla.
Vel var mætt í sérstakt kvennakaffi á Allanum og sýndu konur í Fjallabyggð mikla og góða samstöðu í baráttunni fyrir leiðréttingu á launamismun kynjanna.
Siglfirskar konur létu sitt ekki eftir liggja og lögðu niður störf sín klukkan 14.25, en samkvæmt rannsóknum á launamismun kynjanna hafa konur þá lokið vinnudegi sínum, í samanburði við karla.
Vel var mætt í sérstakt kvennakaffi á Allanum og sýndu konur í Fjallabyggð mikla og góða samstöðu í baráttunni fyrir leiðréttingu á launamismun kynjanna.
Athugasemdir