Mark Duffield veitt Silfurmerki KÞÍ
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 02.12.2010 | 09:30 | Bergþór Morthens | Lestrar 833 | Athugasemdir ( )
Þrír góðir : Páll V. Gíslason þjálfari mfl. karla Þórs, Mark Duffield og Þorlákur Árnason, þjálfari mfl. Stjörnunnar kvk.
Mark tók við merkinu á 40 ára afmælishátíð Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands.
Merkið er mikil og góð viðurkenning fyrir áralöng störf Marks sem yngri flokka þjálfari hjá KS.
Mark náði góðum árangri með liði sínu í sumar og munaði hársbreidd að þeir færu alla leið í baráttunni um Íslandsmeistaratitil.
Þetta er mikil og góð viðurkenning á störfum Marks, því að á meðal silfurverðlaunahafa voru úrvalsdeildarþjálfarar og landsliðsþjálfarar m.a. Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna.
Góð tíðindi og á Mark þessa viðurkenningu svo sannarlega skilið.
Athugasemdir