Menntaskólinn að verða klár
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 19.08.2010 | 23:51 | Bergþór Morthens | Lestrar 684 | Athugasemdir ( )
Framkvæmdir við Menntaskólann á Tröllaskaga eru á fullu enda á skólinn hefjast 23. ágúst samkvæmt
stundaskrá. Iðnaðarmenn eru búnir að vinna frábærlega og á stuttum tíma hafa miklar breytingar orðið á húsnæðinu.
Menntasskólinn á Tröllaskaga verður settur í fyrsta sinn nk. laugardag og eru bæjarbúar hvattir til þess að koma og kynna sér skólann.
Húsnæðið var farið að láta á sjá og þarfnaðist nokkurs viðhalds þegar að skólinn fékk það til afnota í júní. Iðnaðarmenn gengu rösklega til verks og hafa margir lagt hönd á plóg og allt að verða klárt fyrir skólasetninguna á laugardaginn.
Stofurnar eru bjartar og rúmgóðar.
Húsnæðið er allt orðið nútímalegra og léttara.
Iðnaðarmenn að störfum.
Eftirfarandi boðsbréf hefur verið gefið út af skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga:
Menntasskólinn á Tröllaskaga verður settur í fyrsta sinn nk. laugardag og eru bæjarbúar hvattir til þess að koma og kynna sér skólann.
Húsnæðið var farið að láta á sjá og þarfnaðist nokkurs viðhalds þegar að skólinn fékk það til afnota í júní. Iðnaðarmenn gengu rösklega til verks og hafa margir lagt hönd á plóg og allt að verða klárt fyrir skólasetninguna á laugardaginn.
Stofurnar eru bjartar og rúmgóðar.
Húsnæðið er allt orðið nútímalegra og léttara.
Iðnaðarmenn að störfum.
Eftirfarandi boðsbréf hefur verið gefið út af skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga:
Ágætu íbúar Fjallabyggðar
Laugardaginn 21. ágúst verður Menntaskólinn á Tröllaskaga settur í fyrsta sinn. Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur að taka þátt í þessum gleðidegi með okkur.
Dagskrá:
14:00 Setningarathöfn í Tjarnarborg, Ólafsfirði
15:00 Menntaskólinn á Tröllaskaga:
Gjöf frá Háfelli, steinn úr Héðinsfjarðargöngum afhjúpaður.
Sr. Sigríður Munda blessar skólahúsið
Skólinn formlega settur af skólameistara.
Opið hús með kaffi, ástarpungum ásamt ís fyrir börnin.
Virðingarfyllst
Lára Stefánsdóttir
skólameistari
Athugasemdir