Nóg að gera í bakaríinu

Nóg að gera í bakaríinu Það hefur verið nóg að gera hjá Jakobi Kárasyni og hans góða fólki í Aðalbakarí. Bakaríið sá um veisluterturnar fyrir opnunarhátíð

Fréttir

Nóg að gera í bakaríinu

Jakob Kárason
Jakob Kárason
Það hefur verið nóg að gera hjá Jakobi Kárasyni og hans góða fólki í Aðalbakarí.

Bakaríið sá um veisluterturnar fyrir opnunarhátíð Héðinsfjarðarganga sem tókst með miklum ágætum.

Að þeirri törn lokinni tóku við venjubundin störf, þó með stórri undantekningu - Héðinsfjarðargöng eru opin.

Opnun ganganna þýðir aukin viðskipti fyrir þjónustuaðila á Siglufirði og hefur bakaríið ekki farið varhluta af því.

Aðspurður sagðist Jakob merkja aukningu í viðskiptum og töluvert af fólki væri að koma frá Ólafsfirði og Dalvík til þess að versla í Aðalbakarí.

Hróður hinna víðfrægu ástarpunga og hinnar klassísku sírópsköku berst greinilega víða og trekkir að.




Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst